Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fjarðabyggð svarar ekki spurningum Mannlífs: Aðstoðarslökkviliðsstjórinn bar saman limi starfsmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn berast engin svör frá sveitarstjórn Fjarðabyggðar varðandi uppsagnir yfirmanna slökkviliðs sveitarfélagsins, þrátt fyrir ítrekun Mannlífs.

Mannlíf sagði frá því nýverið að slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar hafi stigið til hliðar eftir að svört skýrsla Attentus ehf. staðfesti að sumar kvartanir starfsmanna vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni, gætu fallið undir skilgreiningar um slíkt.

Bar saman getnaðarlimi starfsmanna

Fjöldi starfsmanna slökkviliðs Fjarðabyggðar, bæði fastráðnir og hlutastarfsmenn, kvörtuðu undan einelti og lélegri stjórnun yfirmannanna og tveir karlkyns starfsmenn kvörtuðu undan kynferðislegri áreitni aðstoðarslökkviliðsstjórans en annar þeirra er kvartaði hefur verið í veikindaleyfi í rúmt ár. Aðstoðarslökkviliðsstjóra er meðal annars gert að sök að hafa elt starfsmenn inn í sturtu slökkviliðsstöðvar og borið saman getnaðarlimi þeirra. Þá er hann einnig sagður hafa sagt oft við ákveðna undirmenn: „Má ég ekki bara borga þér í blíðu“ sem og spurt einn þeirra hvort hann mætti gefa honum munnmök bakvið íþróttahús þar sem haldið var ball. Dæmin eru fleiri samkvæmt heimildum Mannlífs er hegðun mannsins á allra vörum í sveitarfélaginu.

Slökkviliðsstjórinn var sakaður um einelti gagnvart þó nokkrum undirmanna sinna og fyrir lélega stjórnun sem lýsir sér meðal annars í því að hann hafi þótt utan við sig og „skort yfirsýn eða ramma utan um starfsemina“. Meðal annars kom fram í kvörtunum gagnvart honum, sem Mannlíf hefur undir höndum, að dæmi sé um að sjúkrabíllinn í Neskaupsstað hafi verið illa eða jafnvel ekki mannaður í heilt sumar vegna manneklu og „skipulagsleysis á vöktum og við útköll, sem og vegna langtímaveikinda starfsfólks,“ eins og það er orðað í kvörtunarskýrslunni. Þá var einnig nefnt í kvörtunum starfsmanna að slökkviliðsstjórinn hafi sýnt mikla vanhæfni í stjórnun og reynt að forðast að stjórna undirmönnum sínum í stórbrunanum á Egilsstöðum er Vaskur brann í fyrra. Yfirmennirnir eru einnig sagðir hafa skellt sér í Vök Baths við Fellabæ á meðan þeir voru á bakvakt, sem sé of langt frá starfssvæði þeirra.

Þá hótuðu fjöldi starfsmanna að segja upp störfum vegna yfirmannanna tveggja og þó nokkrir létu verða af því að hætta.

- Auglýsing -

Svört skýrsla Attentus

Kvartanir starfsmannanna sem sendar voru á sveitarstjórnina fylltu fjöldi blaðsíða en nú hefur ráðgjafafyrirtækið Attentus ehf sem sagt farið yfir kvartanirnar og skilað frá sér ítarlegri skýrslu um málið eftir að hafa tekið fjöldi viðtala og rannsakað ásakanirnar vel. Staðfesti Attentus að sumar kvartanir starfsmanna vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni, gætu fallið undir skilgreiningar um slíkt. Hefur skýrslunni verið lýst sem „svartri“ af einum af viðmælendum Mannlífs. Í kjölfar skýrslunnar stigu yfirmenn slökkviliðsins til hliðar. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru íbúar Fjarðabyggðar uggandi yfir málalyktunum en grunar mörgum að slökkviliðsstjórarnir hafi fengið starfslokasamning. „Og ef það reynist rétt er það Fjarðabyggð algjörlega til skammar að leyfa gerendum að fá að segja upp og fá starfslokasamning vegna alvarlegra kvartana á hendur þeim,“ sagði einn viðmælandi Mannlífs. Heimildir Mannlífs herma að enginn þeirra starfsmanna sem setið hafa undir einelti og áreitni yfirmanna sinna, hafi fengið afsökunarbeiðni, hvorki frá yfirmönnunum sjálfum, né sveitarstjórninni, sem mörgum þótti hafa verið lengi að taka á málunum en meira en ár leið frá því að fyrstu kvartanirnar bárust, þar til Attentus var ráðið til að rannsaka málið.

Ekki hefur Mannlíf getað fengið það staðfest hvort yfirmennirnir hefðu fengið starfslokasamning vegna þess að svar hefur ekki borist frá Haraldi L. Haraldssyni upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins, þrátt fyrir ítrekun.

- Auglýsing -

Þetta eru spurningarnar sem Fjarðabyggð vill ekki svara:

1. Hvenær má eiga von á yfirlýsingu frá Fjarðabyggð varðandi svarta skýrslu Attentus ehf. um slökkviliðið í Fjarðabyggð, sem mér var sagt að myndi birtast fljótlega (í apríl)?
2. Fengu yfirmenn slökkviliðsins sem nú voru að stíga til hliðar, starfslokasamning? Ef svo er, hversu langan?
3. Er satt að halda eigi sáttarfund hjá sveitarfélaginu vegna óánægju innanborðs?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -