Miðvikudagur 7. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Fjarðarkaupsárásin – Þrjú börn í gæsluvarðhaldi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjögur sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar sem leiddi mann á þrítugsaldri til dauða á bílastæði við verslun Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Farið var fram á gæsluvarðhald sökum rannsóknarhagsmuna, og eru þau grunuð um aðild að andláti mannsins. Fram hefur komið í fréttum að um ræði þrjá drengi og eina stúlku. Tveir drengjanna og stúlkan eru undir lögaldri, og því skilgreind samkvæmt lögum sem börn, sá fjórði er 18 ára en á nítjánda aldursári. Tvö barnanna sæta vistun á vegum Barnaverndar og eitt í fangelsinu á Hólmsheiði. Sá sem náð hefur lögaldri er einnig vistaður á Hólmsheiði.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eiga samskipti ungmennahópsins og hins látna að hafa átt að byrjað inni á bar hinu megin götunnar og færst út á bílastæði Fjarðarkaupa. Þá kemur jafnframt fram að eitt ungmennanna hafi tekið upp myndskeið af árásinni. Rannsóknarlögreglan rannsakar nú hvort myndbandið hafi farið í dreifingu og hver hafi deilt upptökunni.

Fréttastofa RÚV ræddi við Páll Winkel fangelsismálastjóra sem útskýrði að þar sem gæsluvarðhaldið væri á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en ekki almannahugsmuna, þá teldi hann líkur leiða að sakborningum verði sleppt um leið og yfirheyrslum lýkur, jafnvel áður en gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út.

Gæsluvarðhaldið yfir fjórmenningunum rennur út á fimmtudaginn næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -