Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Fjársýsla ríkisins svarar óánægju röddum launhafa: „Ekki um breytta framkvæmd að ræða“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjársýsla ríkisins hefur gefið út tilkynningu vegna seinkunar á útborgun launa ríkisstarfsmanna. Hávær óánægja er meðal launhafa þar sem ekki verður unnt að greiða út laun fyrr en eftir Verslunarmannahelgi en venja hefur verið að útborgunardagur sé síðasti virki dagur mánaðarins ef fyrsti lendir á helgi.

Í tilkynningunni er vísað í lagaákvæði í ráðningasamningi auk þess að uppfærsla á greiðslukerfum viðskiptabankanna sé um að kenna:

„Laun ríkisstarfsmanna skulu greidd fyrsta virkan dag hvers mánaðar samkvæmt 10. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæði ráðningarsamninga ríkisstarfsmanna. Launagreiðslur hafa verið framkvæmdar í samræmi við það frá setningu laganna. Því er ekki um breytta framkvæmd að ræða nú enda hefur Fjársýslan engar heimildir til að gera annað.

Viðskiptabankarnir hafa unnið að uppfærslu á greiðslukerfum sínum á síðustu árum. Í eldri greiðslukerfum voru stórar greiðsluskrár s.s. launagreiðslur ríkisins, keyrðar handvirkt utan hefðbundins álagstíma til að tryggja að greiðslur næðu örugglega að skila sér á réttum tíma. Þetta þýddi að í einhverjum tilfellum gerðu bankarnir þessar greiðslur aðgengilegar fyrir fyrsta dag mánaðar þótt greiðsludagur launa væri fyrsta virka dag næsta mánaðar. Á undanförnum árum hefur verklag þeirra verið að breytast og frá febrúar 2022 hafa laun alfarið verið greidd með nýju greiðslukerfi bankanna þar sem greiðslur berast viðtakendum fyrsta virka dag hvers mánaðar.

Fjársýsla ríkisins mun koma ábendingum og athugasemdum sem henni berast vegna gildandi launagreiðslufyrirkomulags til fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“

Sjá einnig:

Ingþór aflýsir Verslunarmannahelginni: Þúsundir fá ekki laun fyrr en á þriðjudaginn

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -