1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

3
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

4
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

5
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

6
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

7
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

8
Innlent

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir

9
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

10
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Til baka

Fjölmargir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum – Tveir í annarlegu ástandi reknir úr bílastæðahúsi

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjórir aðilar gista fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hér eru nokkur dæmi úr atburðum næturinnar.

Ökumaður var stöðvaður við almennt umferðareftirlit í miðbæ Reykjavíkur en í ljós kom að hann var án ökuréttinda. Einnig voru skráningarmerki bifreiðarinnar fjarlægð vegna vanskila á vátryggingu. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

Lögreglunni barst tilkynning um aðila í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur en hann stóð ekki í lappirnar sökum ölvunar. Var hann því vistaður í fangaklefa vegna ástandsins.

Tilkynning barst um tvo aðila í annarlegu ástandi í bílastæðahúsi í Laugardalnum. Samkvæmt tilkynnanda voru þeir að reyna að komast inn í bíla. Eftir að lögreglan ræddi við þá var þeim vísað á brott.

Þá hafði lögreglan afskipti af öðrum aðila í annarlegu ástandi í Laugardalnum en hann stóð þó upp sjálfur, afþakkaði hjálp lögreglu og gekk sína leið.

Í Laugardalnum barst tilkynning um húsbrot og rán í íbúð en ræninginn var handtekinn stuttu síðar, skammt frá vettvangi og var færður í fangaklefa vegna málsins.

Og enn af Laugardalnum, ökumaður var þar stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.

Ökumaður var stöðvaður í Háaleitis- og Bústaðahverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en var laus að því loknu. Það sama má segja um ökumann sem stöðvaður var í Hafnarfirði, grunaður um það sama.

Þá var ökumaður í Garðabæ stöðvaður vegna gruns um akstur undir ávana- og fíkniefna. Kom í ljós að hann reyndist einnig án ökuréttindar auk þess sem hann var ekki í öryggisbelti við akstur. Var hann fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en sleppt að því loknu.

Í Breiðholtinu var hringt í lögregluna vegna aðila í annarlegu ástandi í verslun. Var honum vísað á brott án vandræða.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Grafarholtinu, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en í ljós kom með annan þeirra að hann var án ökuréttinda. Voru þeir báðir handteknir og færðir á lögreglustöð til blóðsýnatöku en frjálsir ferða sinnar eftir það.

 

 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

„Hann lifði lífinu eins og Pétur Pan“
Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Líklegt að þinghaldið verði lokað
Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Loka auglýsingu