1
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

2
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

3
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

4
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

5
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

6
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

7
Innlent

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað

8
Innlent

Eldri borgari prettaður

9
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

10
Pólitík

Kristrún hittir Zelenskyy í dag

Til baka

Fjölmargir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum – Tveir í annarlegu ástandi reknir úr bílastæðahúsi

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjórir aðilar gista fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hér eru nokkur dæmi úr atburðum næturinnar.

Ökumaður var stöðvaður við almennt umferðareftirlit í miðbæ Reykjavíkur en í ljós kom að hann var án ökuréttinda. Einnig voru skráningarmerki bifreiðarinnar fjarlægð vegna vanskila á vátryggingu. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

Lögreglunni barst tilkynning um aðila í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur en hann stóð ekki í lappirnar sökum ölvunar. Var hann því vistaður í fangaklefa vegna ástandsins.

Tilkynning barst um tvo aðila í annarlegu ástandi í bílastæðahúsi í Laugardalnum. Samkvæmt tilkynnanda voru þeir að reyna að komast inn í bíla. Eftir að lögreglan ræddi við þá var þeim vísað á brott.

Þá hafði lögreglan afskipti af öðrum aðila í annarlegu ástandi í Laugardalnum en hann stóð þó upp sjálfur, afþakkaði hjálp lögreglu og gekk sína leið.

Í Laugardalnum barst tilkynning um húsbrot og rán í íbúð en ræninginn var handtekinn stuttu síðar, skammt frá vettvangi og var færður í fangaklefa vegna málsins.

Og enn af Laugardalnum, ökumaður var þar stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.

Ökumaður var stöðvaður í Háaleitis- og Bústaðahverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en var laus að því loknu. Það sama má segja um ökumann sem stöðvaður var í Hafnarfirði, grunaður um það sama.

Þá var ökumaður í Garðabæ stöðvaður vegna gruns um akstur undir ávana- og fíkniefna. Kom í ljós að hann reyndist einnig án ökuréttindar auk þess sem hann var ekki í öryggisbelti við akstur. Var hann fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en sleppt að því loknu.

Í Breiðholtinu var hringt í lögregluna vegna aðila í annarlegu ástandi í verslun. Var honum vísað á brott án vandræða.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Grafarholtinu, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en í ljós kom með annan þeirra að hann var án ökuréttinda. Voru þeir báðir handteknir og færðir á lögreglustöð til blóðsýnatöku en frjálsir ferða sinnar eftir það.

 

 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði
Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði

Lögreglan náði í skottið á glæpamanninum
Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

Stefán Þórðarson er látinn
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

Kristrún hittir Zelenskyy í dag
Pólitík

Kristrún hittir Zelenskyy í dag

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað
Innlent

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað

Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði
Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði

Lögreglan náði í skottið á glæpamanninum
„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

Loka auglýsingu