Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Fjölmennur samstöðufundur með Yazan litla haldinn í gær – Verður vísað úr landi á allra næstu dögum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Fjölmennur samstöðufundur var haldinn til stuðnings Yazan Tamimi, 12 ára fötluðum drengi frá Palestínu sem yfirvöld hyggjast reka frá landi á næstu dögum.

Vinir Yazans stóðu aftur fyrir samstöðufundi með Yazan Tamimi, fötluðum dreng sem vísa á úr landi, þrátt fyrir að það geti haft afgerandi áhrif á heilsu hans og líf. Samkvæmt síðustu fréttum gæti það gerst með mjög stuttum fyrirvara.

Um 600 manns mætti á samstöðufundinn í gær.
Ljósmynd: Aðsend
Fundarstjóri samstöðufundarins var Sólveig Arnarsdóttir, leikkona en ræður fluttu Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur.
Þá var Unnsteinn og Haraldur auk barnakórs með tónlistaratriði. Samkvæmt talningu mættu um 600 manns á fundinn.

Yazan, sem þjáist af hrörnunarsjúkdóminum Duchenne, dvelur nú á sjúkrahúsi vegna hrakandi heilsufars, bæði andlegs og líkamlegs.

Yazan Tamimi

Alls 1430 einstaklingar skrifuðu undir eftirfarandi yfirlýsingu til stuðnings Yazan:

Það sem Yazan er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang.

Okkur ber að gera betur!

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir um hagi þess“ (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna). Það er því satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan hér á landi. Þessi 11 ára drengur er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar staðfesta að megi ekki rjúfa.

- Auglýsing -

Við flutning hans frá landinu skerðist þjónustan verulega og setur heilsu og líf Yazans í hættu. Það yrði brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar, og umönnunar í samræmi við aldur og þroska.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

Að hjálpa öðrum í neyð er ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það er því siðferðilega rétt að hætta við brottvísun hans.

- Auglýsing -

Virðum þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýnum mannúð í verki.

Yazan á heima hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -