Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Fjölskylda Brynjars óskar eftir tillitssemi: „Við biðjum fyr­ir því að Kári nái heilsu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda Brynjars Þórs óskar eftir skilningi og virðingu á einkalífi sínu og Brynjars. Biður hún einnig fyrir Kára sem liggur þungt haldinn á gjörgæslu.

Brynjar Þór Guðmundsson er, líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum, hinn meinti árásarmaður í harmleiknum á Blönduósi um síðastliðna helgi. Hefur honum verið lýst sem dagfarsprúðum manni sem ekki hafi verið líklegur til slíkra voðaverka. Brynjar var verðlaunaður skotíþróttamaður og vann sem bakari. Stjórn Skotfélagsins Markviss sagði í yfirlýsingu á Facebook að hún harmaði málið og vottaði öllum sem eiga um sárt að binda djúpa samúð sína en Brynjar keppti undir merkjum félagsins. Þá vann hann einnig trúnaðarstörf hjá þeim í nokkur ár. Kemur fram í yfirlýsingunni að hallað hefði undan fæti hjá Brynjari á síðasta ári og hann hætt í félaginu. Hafi stjórnin látið yfirvöld vita af áhyggjum þeirra af andlegri heilsu Brynjars. Fyrr í sumar var hann svo lagður inn á geðdeild en útskrifaður stuttu fyrir harmleikinn.

Sjá einnig: Skotmaðurinn fór á geðdeild eftir að hann sat fyrir hjónunum: „Hann var ósköp venjulegur drengur“

Óska eftir skilning og virðingu

Fjöl­skylda Brynj­ars Þórs hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þau óska eft­ir skilningi og virðingu á einka­lífi sínu og Brynj­ars. Þá biðja þau fyr­ir að maður­inn sem ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­húsi eft­ir skotárás­ina, nái heilsu. Hér má lesa yf­ir­lýs­ingu fjöl­skyldu Brynj­ars í heild sinni:

„Son­ur okk­ar og bróðir tók hræðileg­ar ákv­arðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunn­ingja­kona okk­ar einnig og eig­inmaður henn­ar ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­húsi. Við syrgj­um bróður og son. Við get­um ekki svarað fyr­ir gjörðir hans og hann ekki held­ur. Við vilj­um biðja fjöl­miðla að sýna okk­ur skiln­ing og virða einka­líf okk­ar, og Brynj­ars. Við biðjum fyr­ir því að Kári nái heilsu og send­um fjöl­skyld­unni, vin­um og öðrum sem eiga um sárt að binda inni­leg­ar samúðarkveðjur. Við vilj­um biðja fjöl­miðla um til­lit­semi. Þrátt fyr­ir ákv­arðanir Brynj­ars þá syrgj­um við kær­an son og bróður. Með kveðju, For­eldr­ar og systkini Brynj­ars.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -