2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjölskyldan komin til Albaníu

Albanska fjölskyldan, sem vikið var úr landi í gær, er komin til Albaníu. Þessu er greint frá í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Boarders.

 

Í færslunni, sem var birt í nótt, kemur fram að fjölskyldan hafi verið í haldi lögreglu Í Albaníu 19 klukkustundum eftir að þeim var vísað frá Íslandi. Í annarri færslu segir að konan hafi verið örmagna eftir langt ferðalagið.

Þess má geta að samkvæmt No Borders mætti lögregla um kl. 18.00 á mánudinn í lokað úrræði Útlendingastofnunar og hugðist fylgja fjölskyldunni úr landi. Málið vakti mikla athygli í gær í ljósi þess að konan var komin 36 vikur á leið og heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum mælti gegn því að hún flygi. Þrátt fyrir það var konan send í flug ásamt manni sínum og tveggja ára barni.

Sjá einnig: Kasólétt kona neydd í flug

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum