Sunnudagur 15. september, 2024
5.2 C
Reykjavik

Fjórtán verið ákærðir fyrir hatursorðræðu: „Verðum að útrýma slíkri meinsemd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Frá árinu 2014 hefur lögreglunni borist 20 kærur vegna hatursorðræðu. 14 ákærur hafa verið gefnar út, 5 mál hafa verið felld niður og í einu máli var rannsókn hætt.

Lenyu Rún Taha Karim, sem er fyrsti Kúrdinn á Alþingi Íslendinga, greindi frá því í viðtali við Kjarnann í síðasta mánuði að hún hefði íhugað að skila inn kjörbréfi sínu vegna persónuárása. Frétt sem unnin var upp úr viðtalinu var síðan tekin út af vef Kjarnans vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu.

Nærri helmingur allra kæra eða 9 þeirra sem bárust árið 2015 má rekja til umræðu á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þessum níu málum voru sjö ákærur gefnar út. Sex voru sýknaðir og einn sakfelldur í héraðsdómi. Tvö af málunum fóru fyrir Hæstarétt sem sakfelldi í þeim báðum.

Útrýma slíkri meinsemd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

„Niðurstaða mín er að við getum lært ýmislegt af því hvernig við höfum tekist á við orðræðuna um kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi, og hvernig við getum reynt að vinna þvert á kerfið til að útrýma slíkri meinsemd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu Rúv.

Hatursorðræða á ekki að líðast í íslensku samfélagi, segir forsætisráðherra. Hún vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda og vinna markvisst gegn þessari meinsemd í samfélaginu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að hún hafi velt því töluvert fyrir sér hvernig best sé að takast á við vaxandi hatursorðræðu og umræðu um hana sem sprottið hafi upp á undanförnum vikum og mánuðum.

Mikilvægt að nýta hæfileika sýna í öruggu rými

„Það er mikið virði fólgið í því fyrir samfélagið að fólk geti nýtt hæfileika sína og verið í öruggu rými, ef svo má segja, í samfélaginu. Algjörlega óháð kynþætti, kynhneigð, eða hverju sem er,“ segir Katrín.

- Auglýsing -

Ráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem fær það verkefni að gera tillögur að aðgerðum. Hún hefur þegar kallað eftir tilnefningum frá þeim stofnunum sem eiga eftir að skipa hópinn.

Þá er fyrirhugað að hafa samráð við hagsmunaaðila og félagasamtök sem hafa beitt sér á þessum vettvangi. Katrín segir að hópurinn verði fullskipaður um mitt sumar og stefnt sé að þvi að vinnu ljúki fyrir lok árs.

Í minnisblaði ráðherra segir að meðal annars verði unnið gegn hatursorðræðu vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar fólks.

- Auglýsing -

Eigi ekki að líðast

Katrín segir hópinn breiðan sem komi að vinnunni og að horft verði heildstætt á verkefnið, þvert á stjórnkerfið. Fyrirbyggjandi aðgerðir, fræðsla og forvarnir í skólakerfinu sem og á vinnumarkaði komi til álita.

„Það geta komið fram tillögur um lagabreytingar en líka tillögur um almenna vitundarvakningu. Við sjáum að hatursorðræða getur virkað þannig að hún fælir fólk frá og bælir það niður. Þrengir að möguleikum fólks til að þroska sína hæfileika. Þannig að við lítum á þetta sem stórt samfélagslegt mál, fyrir utan það að við eigum bara ekkert að líða slíkt í okkar samfélagi.“

Í hópnum verða einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, ríkislögreglustjóra og sveitarfélögunum. Þá hefur forsætisráðherra kallað eftir fulltrúum frá Mannréttindaskrifstofu og Jafnréttisstofu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -