Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar minntist þeirra sem létust er TF-RAN, þyrla Gæslunnar, fórst í Jökulfjörðum árið 1983.

Ljósmynd: Árni Sæberg.
Á vef Landhelgisgæslunnar er sagt frá því að í fyrradag hafi þyrlusveit Landhelgisgæslunnar farið í sérstakt flug vestur í Jökulfirði til að minnast áhafnarinnar á TF-RAN er fórst þegar þyrlan hrapaði 8. nóvember 1983.
Slysið varð skömmu eftir flugtak þyrlunnar frá varðskipinu Óðni, undan Kvíum á Jökulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983.

LJósmynd: Árni Sæberg
Í áhöfninni voru flugstjórarnir Björn Jónsson og Þórhallur Karlsson auk Bjarna Jóhannessonar fluvélstjóra og Sigurjóns Inga Sigurjónssonar stýrimanns. TF-RAN hafði komið í flugflot Gæslunnar árið 1980 en hún var sérhönnuð til leitar-, björgunar-, löggæslu- og eftirlitsstarfa. Var hún af gerðinni Sikorsky S-76 og fékk kallnúmerið TF-RAN.


