Fleiri gætu fylgt í kjölfar WOW

Deila

- Auglýsing -

Fall WOW kann að vera undanfari þess sem koma skal á evrópskum flugmarkaði. Í máli Elvars Inga kom fram að evrópskur flugmarkaður stendur á krossgötum og fram undan kann að vera tímabil gjaldþrota og sameininga líkt og gerðist í Bandaríkjunum árið 2005.

Flugmarkaðurinn í Evrópu hefur einkennst af miklum vexti undanfarin ár en hagnaður á hvern farþega er umtalsvert minni en hjá bandarískum flugfélögum. Sem dæmi má nefna að Norwegian, sem hefur verið frekt til fjörsins síðustu ár, hefur horfið frá áherslum um frekari vöxt.

Tuttugu og sjö prósent komu með WOW til Íslands
Ferðaþjónustan hefur á nokkrum árum orðið ein allra mikilvægasta atvinnugrein Íslands og nemur hlutur hennar af landsframleiðslu 11 prósentum. Alls heimsóttu 2,3 milljónir ferðamanna Ísland í fyrra og miðað við spá Arion banka um samdrátt vegna falls WOW má gera ráð fyrir að þeir verði færri en tvær milljónir í ár. Þá komu 27 prósent allra ferðamanna til landsins með WOW í fyrra, 42 prósent með Icelandair og 31 prósent með öðrum flugfélögum.

Níu af hverjum tíu eiga aðra kosti en WOW
Auk Icelandair fljúga 25 flugfélög til og frá Keflavík í ár. Sumaráætlun WOW gerði ráð fyrir 24 reglulegum áfangastöðum í sumar, 18 í Evrópu og sex í Ameríku. Af þessum stöðum flýgur Icelandair til 10 áfangastaða í Evrópu og fimm í Ameríku. Séu öll flugfélög tekin með í reikninginn er flogið til Íslands frá 16 af 18 áfangastöðum WOW. Þetta þýðir að í langflestum tilfellum hafa þeir sem ætluðu að fljúga með WOW aðra möguleika í stöðunni og aðeins Lyon og Detroit falla út af Evrópu- og Ameríkumarkaði sem og Tel Aviv í Ísrael.

Fargjöld munu hækka
Hinn kaldi veruleiki er hins vegar sá að til skemmri tíma litið munu fargjöld líklega hækka, að minnsta kosti til skemmri tíma. Flugfargjöld til og frá Íslandi hafa lækkað mjög undanfarin fimm ár og hefur flugmiðinn verið að meðaltali 40 prósentum lægri en hann var árið 2014. WOW hafði að stórum hluta leitt þessa lækkun og kom fram í erindi Elvars Inga Möller, sérfræðings hjá Arion banka, að WOW hafi að meðaltali greitt 1.000 krónur með hverjum farþega í leiðarkerfi sínu. Það var þannig ekki innistæða fyrir svo lágum fargjöldum.

Mynd / Isavia

- Advertisement -

Athugasemdir