Fimmtudagur 23. mars, 2023
-4.2 C
Reykjavik

Fleiri regnbogafánar skornir niður – Efna til samstöðu til að „umlykja hvort annað í kærleika“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Regnbogafánar, einkennismerki hinsegin samfélagsins, voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar í Suðurfelli í Breiðholti í nótt, að því er fram kemur á RÚV. Þetta gerist í kjölfar fleiri svipaðra skemmdarverka sem beinast gegn táknmyndum hinseginleika.

Markaðsstjóri Orkunnar segir í samtali við fréttastofu RÚV að leiðinlegt sé að upplifa slíkt.

Fleiri regnbogafánar hafa verið skornir niður nýlega. Þannig voru fánar skornir niður á Hellu í síðustu viku og um síðustu helgi voru slíkir fánar, sem flaggað var fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi, skornir niður og eyðilagðir í skjóli nætur. Í samtali við Fréttablaðið sagði Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, augljóst að um hatursglæp væri að ræða. Hún sagðist finna fyrir því að umræðan í samfélaginu í tengslum við hinsegin málefni hefði breyst. „Það er einhvern veginn meiri mótstaða og auknir fordómar í samfélaginu,“ sagði hún.

Í þessari viku voru síðan unnin skemmdarverk á skiltum tengdum hinsegin dögum.

Í ljós hefur komið að fjórtán og fimmtán ára unglingar voru að verki þegar regnbogafánarnir voru skornir niður á Hellu. Forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar sagði nýverið að fordómar fyrir hinsegin fólki hefðu aukist meðal unglinga.

Samtökin ’78 hafa efnt til svokallaðrar samtakasamstöðu, laugardaginn 27. ágúst. „Við erum að fá svo mikið af leiðinlegum og ljótum fréttum undanfarið að vafalaust erum við öll orðin dálítið þreytt á bæði sál og líkama. Þá eru góð ráð að hittast!“ segir í lýsingu viðburðarins á Facebook. „Hittumst, tölum saman, tökum utan um hvort annað, ventum, trúnóumst, hlustum á músík, fáum okkur drykk og gerum það sem við gerum best: Að umlykja hvort annað í kærleika og fegurð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -