Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Flensborg fann svarthvítu hetjuna: Dúkkulísan Erla ráðin skólameistari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Söngkona Dúkkulísanna, Erla Sigríður Ragnarsdóttir, hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði til næstu fimm ára.
Söngfuglinn Erla lauk námi í fjölmiðla- og stjórnmálafræði hjá University of Wisconsin–Stevens Point. Hún er með B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands, Cand.Mag. í sögu og stjórnmálafræði frá Háskólanum í Árósum, Dipl.Ed. í stjórnun og fræðslu frá Háskóla Íslands og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Einnig hefur Erla góða Erla lokið kennslufræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi hjá Háskóla Íslands.
Erla er svo sem enginn nýgræðingur í hinni fornfrægu Flensborg; hún hefur starfað við Flensborgarskólann í Hafnarfirði frá árinu 2002. Fyrstu ár sín í skólanum starfaði hún sem sögukennari en frá 2011 hefur hún gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan skólans, þ.e. stöðu sviðsstjóra félagsgreina, mannauðsstjóra, aðstoðarskólameistara og setts skólameistara.
Aðrir umsækjendur voru: Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari. Einar Hreinsson, konrektor. Elvar Smári Sævarsson, forstöðumaður.
Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólanefndar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -