Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Flestir tóku Klámhundalífi vel – „Viðurnefnið Kristján porno dog varð til í þættinum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þegar við fengum á okkur kæru fyrir klám þá gerðum við þátt sem hét Klámhundalíf sem gerist að stórum hluta í fangelsi þar sem persónurnar okkar eru komnar inn fyrir múrana, dæmdar fyrir klám í fjölmiðlum,“ segir Karl Ágúst í viðtali við Mannlíf.

„Þarna varð til ákveðin saga. Við bjuggum til þátt sem var ein samfelld saga. Þetta var eitthvað sem við höfðum lítið sem ekkert gert áður. Það er þáttur sem ég held mikið upp á og fannst hafa heppnast vel. Klámið var það, að við skopstældum unglingaþátt sem þá var á RÚV og hét Ó og í honum var föst kynfræðsla, kynfræðslukafli, og okkur fannst eitthvað vera þarna sem gæti verið skemmtilegt og mætti snúa út úr. Þannig að við settum Kristján Ólafsson í kynfræðsluhornið í Spaugstofunni.“

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

„Viðurnefnið Kristján porno dog varð til í þættinum Klámhundalíf. En í þessu atriði er hann að kenna notkun á smokkum og bregður á það ráð að leika sjálfur getnaðarlim sem er á leiðinni inn í píku, íklæddur smokki. Þetta fór illa fyrir brjóstið á einhverjum. Allavega nóg til að við vorum kærðir fyrir klám. Flestir tóku þessu vel, en aðrir tóku þessu alls ekki vel.“
Bráðskemmtilegt viðtal við Karl Ágúst má lesa í heild sinni í nýju tímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -