Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Flókið að ferðast til landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingar sem eru staddir erlendis eiga sumir hverjir í stökustu vandræðum með að komast til landsins. Viðmælendur Mannlífs kvarta undan flækjustigum, löngum krókaleiðum og háu verðlagi. Þá hafa þeir áhyggjur af því að flugferðum þeirra til landsins verði aflýst.

Þrátt fyrir að landamæri innan Schengen-svæðisins séu jafnt og þétt að opnast getur það engu að síður verið vandkvæðum bundið að ferðast innan þess. Viðmælendur Mannlífs, Íslendingar sem eru staddir erlendis, óttast sóttkví, einangrun og að flug verði felld niður og kvarta undan því að þurfa að fara jafnvel langar krókaleiðir til að komast leiðar sinnar. Þeir segja að til að komast til Íslands þurfi oft og tíðum að fara í tvö til þrjú flug og kostnaðurinn sé margtfalt meiri en áður.

Sárt að vera fastur

Rúnar Ásþór.

„Þetta er ömurleg staða og börnin mín bíða eftir því að fá pabba sinn heim. Maður getur reynt að koma sér með einhverjum krókaleiðum en samt eiginlega ekki því líkurnar á því að flugið verði fellt niður eru miklar,“ segir segir Rúnar Ásþór Ólafsson, sölumaður og frumkvöðull, sem hefur verið búsettur á Spáni síðastliðin sex ár og hefur verið fastur þar undanfarnar vikur.

„Þetta er auðvitað búið að vera bras. Við ætluðum aðeins til Íslands en gáfumst upp á því að reyna finna flug. Konan er búin að bíða í svolítinn tíma með að komast heim.“

Rúnar Ásþór hefur einnig leitað leiða undanfarið til að komast til Íslands. Það hefur hins vegar gengið vægast sagt illa segir hann. „Sem betur fer slapp sonur minn til landsins áður en ósköpin dundu yfir en ég er heldur betur búinn að lenda í heljarinnar veseni við að koma mér til Íslands. Ég hef bókað þrjú mismunandi flug með sitthvoru flugfélaginu en þeim hefur öllum verið aflýst,“ segir Rúnar Ásþór.

- Auglýsing -

Þegar Rúnar Ásþór hafði þrívegis lent í því að fluginu hans var aflýst ákvað hann að reyna að fá sérstaka vél frá Icelandair til að sækja sig og aðra þá sem voru fastir í landinu og vildu til Íslands. „Þeir tóku vel í þetta í byrjun en því miður varð ekki úr þessu. Það fannst mér mjög leiðinlegt því það voru margir sem vildu með. Ég sakna barnanna minna mikið og er alltaf að segja þeim að ég sé að koma en svo gengur það aldrei. Ég hef verið fastur á Spáni og það er sárt.“

Kemst ekki heim að kenna

Þorsteinn Örn Andrésson.

Ívar Hauksson golfkennari er vanur að halda námskeið á Íslandi yfir sumarið en hann er nú búinn að gefast upp á því að finna flug til Íslands þetta árið. Hann segir það leitt að sjá hversu hátt flugverð er þessa dagana.

- Auglýsing -

„Verðið á fluginu er helmingi dýrara og stundum meira. Ég hef verið með kennslu í Básum átta ár í röð og var með pantað flug 17. júní og aftur til baka 5. júlí. Báðum flugunum hefur nú verið aflýst. Að finna beint flug er ekki hægt. Eingöngu flug með 1-2 tveimur tengingum en svo getur tengifluginu verið aflýst þannig að þetta er allt saman mjög óöruggt. Því miður er útlit fyrir að ekkert verði af ferð minni til Íslands þetta árið,“ segir Ívar.

Þorsteinn Örn Andrésson skipstjóri tekur í sama streng. Hann fór til sjós á þjóðhátíðardaginn íslenska frá Spáni þar sem hann er búsettur. „Ég þurfti að taka lest til Barcelona og svo flug þaðan til Frankfurt. Þar þarf ég svo að gista. Síðan tek ég flug til Varsjár og svo til Gdansk þar sem ég fer á sjóinn,“ segir Þorstein Örn.

Ívar Hauksson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -