Föstudagur 25. nóvember, 2022
7.1 C
Reykjavik

Flóttafólkið fær bedda í fyrrum mygluhúsnæði Vegagerðarinnar: „Okkur var sagt að þetta væri í lagi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flóttafólki sem kemur hingað til lands á næstunni verður boðið beddapláss í fyrrum höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Borgartúni. Fyrir nokkrum árum var 2. hæð húsnæðisins lokað vegna mygluvandamála og starfsemi Vegagerðarinnar flutt annað. Nú hefur Fjöldahjálparstöð Rauða krossins verið opnuð í þessu sama húsnæði.

Atli Viðar Thor­sten­sen, sviðs­stjóri al­þjóða­sviðs hjá Rauða krossinum, staðfestir í samtali við Mannlíf að stöðin sé starfrækt á 2. og 3. hæð húsnæðisins. Hann segist hafa verið fullvissaður um að í lagi væri með húsnæðið og segir aðspurður að starfsfólk hafi ekki orðið vart við nein óþægindi.

Vegagerðin var í húsnæðinu í 80 ár en 2. hæðinni var lokað vegna myglu.

„Jú þetta er sama húsnæði. Þetta var lagt á borðið og húsnæðið þykir vera allt í lagi. Við höfum ekki lagt sérstakt mat á þetta sjálf en okkur var sagt að þetta væri í lagi og það er því ekkert sérstakt tilefni til að hafa áhyggjur. Ég geri ekki ráð fyrir því að við myndum vilja vera þarna í myglu en treystum því sem okkur er sagt,“ segir Atli Viðar.

Frá upphafi hafði Vegagerðin bækistöðvar sínar í Borgartúni í Reykjavík. Þar var stofnunin með starfsemi í tæp 80 ár eða allt frá árinu 1942, fyrst í Borgartúni 5 og verkstæðisbyggingu en síðar einnig í Borgartúni 7  ásamt viðbyggingum þar. Í fyrrasumar opnaði Sigurður Ingi Jóhannsson, þá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtt húsnæði Vegagerðarinnar við Suðurhraun í Garðabæ.

 

Hvað er mygla í húsnæði?

- Auglýsing -

Mygla í húsnæði er afar eitrað efni, hún myndast þegar raki festist milli veggja eða undir gólfi.

Þegar myglan fer að dreifa sér þá gefur hún frá sér gró sem geta náð til líkamans og þessi gró gera þig veika. Veikindi sökum myglu eru mjög alvarleg og þau þarf að meðhöndla af lækni.

Fyrstu einkennin eru oft eins hver önnur veikindi, t.d kvef, þannig að það er mjög mikilvægt að vita hvaða einkennum á að leita eftir til að hægt sé að meðhöndla veikindi vegna myglu á réttan hátt.

- Auglýsing -

Nánar má lesa um einkenni vegna myglu í húsnæði hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -