Lögregla handtók í gærkvöldi mann vegna þjófnaðar úr versln að andvirði 200.000 króna. Við handtökuna kom í ljós að maðurinn var vopnaður en var hann látinn laus að skýrslutöku lokinni. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð út vegna umferðaróhapps. Ökumaðurinn tók upp á því að ganga á brott frá vettvangi en þegar lögregla fann hann kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var því vistaður í fangaklefa.
Þá handtók lögregla mann vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Maðurinn reyndist vera án réttinda en grunur leikur á að hann hafi einnig gerst brotlegur við útlendingalög. Var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.