Laugardagur 30. september, 2023
4.1 C
Reykjavik

Flugi verði hætt næstu mánaðamót: „Þetta má bara ekki ger­ast“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er hættu en flugfélagið Ernir stefnir á að hætta fluginu næstu mánaðamóti.

Íbúar Húsavíkur eru ósáttir við áætlanir Ernis um að hætta flugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur og telur Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsleiðtogi, þetta vera skelfilegar fréttir.

„Sá orðróm­ur er uppi um að flug­fé­lagið Ern­ir sé að hætta flugi til Húsa­vík­ur og sím­inn hef­ur vart stoppað hjá mér eft­ir að þetta spurðist út. Við hjá verka­lýðsfé­lag­inu Fram­sýn höf­um haft frum­kvæði að því að vinna með Erni og stjórn­end­um þess á hverj­um tíma að láta þetta flug ganga og höf­um allt frá upp­hafi komið að þessu og erum enn að,“ sagði Aðal­steinn í sam­tali við mbl.is.

„Þetta flug skipt­ir okk­ur al­veg gríðarlega miklu máli á öll­um sviðum. Ég er ekk­ert að ýkja með það að sím­inn hjá mér stopp­ar ekki vegna tengsla okk­ar við flug­fé­lagið og af­komu okk­ar að rekstr­in­um í gegn­um tíðina. Það eru all­ir að hringja.

Ég var að ræða við varaþing­mann sem var að hringja í mig, þar á und­an fram­kvæmda­stjóra hjá stóru ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á Húsa­vík, manni hjá flutn­inga­fyr­ir­tæki og í ein­stak­lingi sem á við veik­indi að stríða og þarf að fara reglu­lega suður til Reykja­vík­ur í geislameðferð. Þetta má bara ekki ger­ast,“ sagði verkalýðsleiðtoginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -