Fyrr í dag strandaði erlent flutningaskip við Ennishöfða á Húnaflóa en skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur.
Samkvæmt tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi á Rúv, tilkynnti skipstjóri flutningaskipsins Gæslunni um strandið á þriðja tímanum í dag. Varðskipið Freyja, sem staðsett var í Skagafirðinum, var undir eins kallað út sem og áhöfn þyrlu Gæslunnar. Aukreitis var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargað á Skagaströnd kallað á vettvang.
Líðan áhafnarinnar er góð samkvæmt skipstjóra flutningaskipsins en aðstæðurnar á strandstað eru góðar og veðrið sömuleiðis gott.
Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að Freyja verði komið á strandstað um kvöldmatarleytið en þá verður ákveðið með næstu skref. Eftir rúma klukkustund er búist við að þyrla Gæslunnar mæti á staðinn en hún hefur gert Umhverfisstofnun viðvart um strandið.
Flutningaskipið er um 4000 brúttótonn og um 113 metra langt, samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar.