Mánudagur 15. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Fólksflóttinn mikli á RÚV: Launadeilur og skortur á stuðningi hjá ríkisfjölmiðlinum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá þann 20. september, fyrstur fréttamiðla, er Fanney Birna Jónsdóttir hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV. Þættinum hafði hún stjórnað á móti Agli Helgasyni um nokkurt skeið við góðan orðstír.

RÚV og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri miðilsins, höfðu hingað til þvertekið fyrir að Fanney Birna væri hætt, þrátt fyrir traustar heimildir þess efnis.

Skarphéðinn hefur nú loks staðfest að fjölmiðlakonan muni ekki standa vaktina í Silfrinu í vetur. Hann segir hana þó ekki hætta hjá RÚV.

Sjálf sagðist Fanney Birna, þegar Mannlíf náði tali af henni í síðasta mánuði, verða í öðrum verkefnum þar í vetur. Hún vildi ekki tjá sig að öðru leyti. Skarphéðinn tekur nú í sama streng og segir hana vera að vinna að „ákveðnu verkefni“ hjá RÚV. Hún sé meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir Ríkissjónvarpið.

Mannlíf hefur eftir öruggum heimildum í september að brotthvarf Fanneyjar Birnu hafi snúist um launadeilur. Hún hafi verið mun lægri í launum en Egill og RÚV hafi ekki haft í hyggju að jafna hlut þeirra. Í kjölfar þess að RÚV neitaði Fanneyju Birnu um sambærileg laun fyrir sama starf í Silfrinu hafi hún horfið frá þáttunum.

Mannlíf hefur það sömuleiðis eftir traustum heimildum að launamálið hafi alfarið verið á milli yfirstjórnar RÚV og Fanneyjar Birnu. Egill Helgason hafi ekki komið þar við sögu.

Fanney Birna Jónsdóttir
- Auglýsing -

Nokkuð hefur verið um það undanfarin misseri að reynt fjölmiðlafólk segi skilið við ríkisfjölmiðilinn. Eins og Mannlíf greindi frá í vor hefur lykilfólk þegar látið sig hverfa, en sem dæmi má nefna Kveiksfólkið Aðalstein Kjartansson, Láru Ómarsdóttur og Stefán Aðalstein Drengsson.

Aðalsteinn sendi frá sér tilkynningu í vor og sagði meðal annars að RÚV „sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“.

Aðalsteinn Kjartansson

„Löng­unin til að gera góðar fréttir er sann­ar­lega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjöl­miðlar sem geta veitt mér vett­vang til þess,“ sagði Aðalsteinn enn fremur. Hann hóf svo störf hjá Stundinni.

- Auglýsing -

Stefán Aðalsteinn Drengsson sagði skilið við RÚV á þessu ári og hóf störf hjá fyrirtækjasamstæðu Róberts Wessman.

Stefán Aðalsteinn Drengsson

Lára Ómarsdóttir sagði starfi sínu lausu í byrjun árs og réð sig í staðinn sem samskiptastjóra fjárfestingarfélagsins Aztiq Fund.

Lára Ómarsdóttir

Annar hátt skrifaður fréttamaður úr Kveik, Helgi Seljan, hefur verið í veikindaleyfi frá RÚV síðustu misseri. Samkvæmt heimildum Mannlífs þóttu viðbrögð Ríkisútvarpsins lítil og ómerkileg við umdeildum siðanefndardómi yfir fjölmiðlamanninum eftir umfjöllun hans og vinnu við Samherja-málið svokallaða.

Helgi Seljan

Samkvæmt heimildum Mannlífs er ástæða brotthvarfs þessa lykilfólks sögð skortur á stuðningi innan RÚV. Öll voru þau afar berskjölduð eftir fjölda opinberana Kveiks. Helgi Seljan hefur lýst gríðarlegri áreitni og árásum frá Samherjamönnum í kjölfar umfjöllunar hans um fyrirtækið.

Svo vikið sé aftur að máli Fanneyjar Birnu, má auðveldlega setja það í samhengi við brotthvarf Kveiksfólksins, því þrátt fyrir ólíkar birtingarmyndir virðist grunnvandinn að mörgu leyti sá sami – að RÚV meti starfsfólk sitt ekki að verðleikum og styðji lítt við bakið á því.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur tilhneigingin á RÚV verið sú að hlaða sífellt fleiri störfum á fólk án þess að verkefnaálag og vinna sé fyllilega metin til launa. Þetta hefur valdið því að sífellt fleiri lenda í því að brenna út og jafnvel hætta í starfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -