Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.4 C
Reykjavik

Foreldrafélög Stapaskóla vilja ekki Leif: „Í ljósi alvarlegra ásakana um óviðeigandi hegðun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Foreldrafélög Stapaskóla í Reykjanesbæ hafa sent áskorun á stjórnendur skólans og á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þar sem krafist er að horfið sé frá ráðningu Leifs Garðarssonar í stöðu deildarstjóra unglingasviðs. Kemur þetta fram í frétt Víkurfrétta.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna daga en ráðningin hefur verið mjög umdeild í Reykjanesbæ. Leifur var látinn hætta fyrir ári síðan, bæði sem skólastjóri Áslandsskóla og sem körfuknattleiksþjálfari í efstu deild, eftir að upp komst um óviðeigandi skilaboð sem hann sendi á 22 ára gamlan leikmann í kvennaflokki. Hann var einnig látinn taka poka sinn sem þjálfari Víkings árið 2011 eftir að hann sendi fyrir slysni excel-skjal á alla leikmenn liðsins, þar sem hann hafði flokkað þá og lýst yfir áliti sínum á hverjum og einum leikmanni. Þá kom einnig fram hjá Mannlíf að samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefðu nokkrar konur sem störfuðu í Áslandsskóla sem kennarar, sent kvörtun vegna Leifs en að engin viðbrögð hefðu borist frá skólaskrifstofunni.

Sjá einnig: Leifur áreitti fyrrverandi nemanda sinn: „Hann var aftur og aftur að hafa samband seint á kvöldin“

„Foreldrafélög Stapaskóla hafa sent áskorun á stjórnendur skólans og bæjarstjóra, þess efnis að hverfa frá ráðningu Leifs Garðarssonar í stöðu deildarstjóra unglingasviðs. Í ljósi alvarlegra ásakana um óviðeigandi hegðun hans gagnvart ungum konum er almenn óánægja foreldra og nemenda skólans með ráðningu hans,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélaga Stapaskóla á grunnskóla og leikskólastigi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -