Laugardagur 25. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Foreldrar á biðlista fá greitt 90 þúsund krónur: „Við stöndum mjög vel að vígi í Garðabæ“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt greiðslur til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ. Greiðslur miðast við almenna niðurgreiðslu hjá dagforeldrum fyrir átta stunda vistun sem er 90.269 krónur á mánuði. Greiðslur falla svo niður þegar barni býðst leikskóladvöl í Garðabæ.

„Við stöndum mjög vel að vígi í Garðabæ þegar kemur að aldri barna við inntöku í leikskóla og höfum það markmið að börn komist í leikskóla við 12 mánaða aldur. Við lítum á reglurnar sem tímabundið úrræði gagnvart börnum sem ekki hafa fengið vistun ársgömul. Mikil uppbygging leikskóla er í gangi í Garðabæ, en áætlanir okkar gera ráð fyrir að alls um 170 leikskólapláss bætist við á næstum mánuðum og misserum. Þar er um að ræða fyrri og seinni hluta Urriðabóls í Urriðaholti og einnig tvær deildir á Mánahvoli sem ekki hafa verið teknar í notkun vegna mönnunar. Þá höfum við sett upp áætlun um eflingu leikskólastigsins með áherslu á að mæta mönnunarvanda og bæta starfsaðstæður. Við munum halda áfram á þeirri braut,“ segir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðbæjar, í fréttatilkynningunni.

Reglunum er ætlað að gefa foreldrum barna með lögheimili í Garðabæ kost á því að sækja um þátttöku Garðabæjar í kostnaði vegna vistunar barns, þar til því býðst vistun á leikskóla í bænum, enda njóti þeir ekki annarra niðurgreiðsla vegna vistunar barnsins.

Í tilkynningunni segir ennfremur að bæjarráð hafi samþykkt reglurnar í því skyni að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til barn fær vistun í leikskóla. Þau börn sem verði orðin 12 mánaða og ekki komin með boð um vistun falli þá undir reglurnar. Börn sem fædd eru fyrstu dagana í júní 2021 hafi þegar fengið boð um leikskólapláss fyrir næstkomandi haust. Næsta úthlutun verði í vikunni eftir verslunarmannahelgi og þá verði börnum fæddum í júní, júlí og ágúst boðin dvöl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -