Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Formaður Flugfreyjufélags Íslands bjartsýn á góða lendingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist vera bjarstýn á að niðurstaða náist í kjaraviðræðum félagsins og Icelandair. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara næstkomandi föstudag.

„Nú eru félagsmenn búnir að láta í ljós afstöðu sína og þetta er bara staðan,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Mannlíf um þau tíðindi að meirihluti fé­lags­manna FFÍ hafi fyrir skemmstu fellt kjara­samn­inginn sem samn­inga­nefnd­ir fé­lags­ins og Icelanda­ir skrifuðu und­ir þann 25. júní síðastliðinn.

Spurð hvort það komi á óvart að svona mikill meirihluti hafi fellt samninginn segir Guðlaug að stjórn félagsins hafi staðið fyrir fjölda kynningarfunda síðan samninganefndir félagsins og Icelandair undirrituðu hann 25. júní. Hún hafi því haft góða innsýn í skoðanir félagsmanna.

„Í nýja samningnum var mikil krafa um hagræðingar. Það má segja að félagsmenn séu með þessu að segja að þeim hafi fundist of langt gengið.“

„Já, við erum búin að vera með mikið af kynningarfundum frá því að samningurinn var undirritaður þannig að ég er með puttann á púlsinum hvað varðar skoðanir félagsmanna. Þegar undirritaður samningur lá fyrir settum við þetta í hendur félagsmanna og þeir hafa nú tjáð sig – með frekar afgerandi hætti,“ segir hún, en kjör­sókn var 85,3 prósent og greiddu 72,65 prósent at­kvæði gegn samn­ingn­um, en 26,46 prósent með samn­ingn­um.

Hvað var það sem stóð því helst fyrir þrifum að samningurinn yrði samþykktur? „Í nýja samningnum var mikil krafa um hagræðingar. Það má segja að félagsmenn séu með þessu að segja að þeim hafi fundist of langt gengið,“ svarar hún, en segist ekki geta tjáð sig frekar um það.

Búið sé að boða til fundar hjá ríkissáttasemjara næstkomandi föstudag. „Við munum ganga aftur til fundar hjá ríkissáttasemjara og leggjum okkur að fram við að ná samningi,“ segir hún.

- Auglýsing -

Ertu bjartsýn á framhaldið? „Ég er alltaf bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -