Þriðjudagur 10. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Formaður meintra haturssamtaka svarar Önnu Kristjáns: „Ágreiningur er ekki hatur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldur Ísidór Deville er sár og vill fá að ræða við Önnu Kristjánsdóttur um málefni Samtaka 22 sem hann er í forsvari fyrir. Þetta kemur fram í opnu bréfi til hennar sem Eldur sendi á Mannlíf.

Í bréfinu svarar Eldur meðal annars þeim fullyrðingum Önnu að Samtökin 22 „virðast vera með það eitt á stefnuskránni að vera hommar sem hatast út í transfólk,“ sem hún lét flakka í dagbókarfærslu sinni á Facebook. Eldur, sem hótaði Önnu í kjölfarið málsókn, segir hins vegar að samtökin hafi „aldrei talað gegn transfólki“ en segir þau „andvíg transferli barna“. Þá segist hann vera tilbúinn að ræða málin, vilji Anna það.

Hér er bréfið í heild sinni:

Opið bréf til Önnu Kristjánsdóttur:

Kæra Anna,

Ég var að fá veður af því að þú hafir skrifað langan pistil um mig og samtök sem ég tengist – Samtökunum 22. Ég hef aldrei átt nein bein samskiptið við þig áður og það kom því verulega á óvart að þú ert með mig blokkaðan á Facebook og þú hefur aldrei nokkurn tímann haft nein samskipti við Samtökin 22 til þess að spyrjast fyrir um eitt eða neitt.

- Auglýsing -

Samtökin 22 voru stofnuð vegna afar djúpstæðs hugmyndafræðilegs ágreinings, en ekki sem samtök sem vilja koma í veg fyrir að fólk búi við sömu mannréttindi.

Ég hef tekið þátt í mannréttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi og barist ötullega gegn stigmatíseringu af HIV smituðu fólki og afhjúpaði sögu mína og líkama minn fyrir framan alþjóð árið 2008 í móki af trauma og ótta.

Þess vegna finnst mér sárt og leiðinlegt að fólk sem er í eiginhagsmunavörslu frama síns hjá „mannréttindasamtökum“ sem velta á annað hundrað milljón króna á ári og fólki þeim tengdum leyfist að fara jafn hart gegn okkur og koma í veg fyrir að við getum átt eðlilegar umræður um ástandið.

- Auglýsing -

Hvenær samþykktir þú, Anna, að börn yrðu miðdepill „hinsegin aktívisma“?

Hvenær samþykktir þú, Anna, að umdeildar kenningar kynjafræðinga yrðu kenndar í nafni „hinsegin fólks“ í barnaskólum og að kyn mannfólks væri jafnmörg og við sjálf?

Hvar liggja eðlileg og skynsamleg mörk? Siðferðisleg mörk?

Samtökin 22 hafa ALDREI talað gegn transfólki. Fullorðið fólk má lifa sínu lífi eins og það kýs – án þess að ganga á rétt annara!

Við erum andvíg transferli barna – og við teljum það bælingarmeðferð við samkynhneigð, enda eru allar þær meðferðir ógagnreyndar! Það eru gagnreyndar tölur að 75-90% barna sem upplifa kynama en fá að ganga í gegnum náttúrulegan kynþroska læknist af kynama sínum. og koma síðar út sem samkynhneigðir fullorðnir einstaklingar – oft á einhverfu rófi. (Sjá https://statsforgender.org/desistance/)

Ágreiningur er ekki hatur, fáfræði og fordómar.

Hafandi sjálfur verið barn með kynama og verið fjarri því að samræmast úreltum staðalímyndum um kyn geri ég mér einfaldlega grein fyrir þeirri hættu sem steðjar að börnum, konum og samkynhneigðum sökum hugmyndafræðilegs ofstækis.

Um það snýst málið.

Ef þú vilt ræða málin, þá er ég alltaf tilbúinn.

Þinn,

Eldur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -