Sunnudagur 3. nóvember, 2024
10.8 C
Reykjavik

Forsetahjónin í ríkisheimsókn til Danmerkur – Styrkja söguleg tengsl og efla náið samband þjóðanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, halda í dag til Danmerkur vegna ríkisheimsóknar sem hefst í Kaupmannahöfn á morgun, þriðjudaginn 8. október. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótttir utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu.

Í tilkynningunni kemur fram að hefð sé fyrir því að fyrsta ríkisheimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsóknin sem Danir bjóða til eftir að Friðrik X. varð konungur. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna.

Samhliða heimsókninni ferðast viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu Grænvangs, Samtaka Iðnaðarins og Dansk Íslenska viðskiptaráðsins til Danmerkur með fulltrúum um 50 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta, ásamt fulltrúum úr dönsku viðskiptalífi. Megináhersla viðskiptasendinefndarinnar er á eflingu núverandi viðskiptatengsla og aukið samstarf um orkumál og grænar lausnir og sameiginlega hagsmuni við að mæta loftslags- og sjálfbærnimarkmiðum þjóða. 

Heimsóknin hefst að morgni þriðjudagsins 8. október þegar konungshjónin taka á móti forsetahjónum sem koma með báti að gömlu tollbryggjunni Toldboden í Kaupmannahöfn. Þaðan halda hjónin saman með hestvagni til formlegrar mótttökuathafnar við Amalíuborgarhöll.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -