Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi í gær þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september 1970.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Opinber heimsókn forsetans í Færeyjum hófst í gær.
Flugslysið á Mykinesi átti sér stað þegar vél Flugfélags Íslands rakst á hæsta tind eyjarinnar, Knúk, í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust í slysinu, einn Íslendingur og sjö Færeyingar, en 26 manns komust lífs af.
Vélin brotlenti í um 450 metra hæð og vann björgunarliðið þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Þrettán þeirra eru enn á lífi.
Við hátíðlega athöfn í Þórshöfn í Færeyjum í dag færði forseti þeim þakkir frá íslensku þjóðinni og sæmdi þau heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þau eru:
- Aksel Niclasen, fyrrverandi sjómaður.
- Annfinnur á Túvuvølli Jensen, fyrrverandi fiskverkamaður.
- Bjarni Hansen, bóndi.
- Dánjal Danielsen, fyrrverandi vélstjóri.
- Jaspur Joensen, fyrrverandi skipstjóri.
- Jákup í Løðu, fyrrverandi kennari.
- Johan Hendrik Olsen, fyrrverandi sjómaður.
- Jóhannes Fredrik Meinhard Summaldur Joensen, fyrrverandi sjómaður.
- Karl Mikkelsen, fyrrverandi sjómaður.
- Katrin Dahl, hjúkrunarfræðingur.
- Kjartan Simonsen, fyrrverandi smiður.
- Leon Heinesen, fyrrverandi vitavörður.
- Reðin Leonsson, fyrrverandi lögreglumaður.