Fimmtudagur 10. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Forsetinn vill að Íslendingar verði riddarar kærleikans: „Við erum öll harmi slegin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir vill að kærleikurinn verði eina vopnið í samfélaginu og segir alla Íslendinga harmi slegna vegna andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem stungin var til bana á Menningarnótt.

„Kæru vinir,

Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans – saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu – og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til – við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir.“ Þannig hefst falleg Facebook-færsla Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Því næst telur Halla upp það sem hún vill að Íslendingar geri nú:

„Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum:

1. Takið utanum ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkja (þgf) í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar)
2. Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ – veljið orðin ykkar vel – talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf.
3. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rann­sókn­ir og vit­und­ar­vakn­ingu til að koma í veg fyr­ir að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig!!!!
Hægt er að leggja inná reikn­ing 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“
Að lokum segir Halla að mikilvægt sé að ungmenninn okkar fái sjálft að móta hugmyndir um það sem betur má fara í samfélaginu.„Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -