Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Forsíðufrétt morgunsdagsins: Íslendingar flúðu sendinefndina – Namibíumenn heim með sárt ennið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Namibíumönnum er gróflega misboðið ef marka má forsíðu dagblaðsins Nambian Sun sem kemur út á morgun. Þar er greint frá því að Íslendingar hafi verið á flótta undan sendinefnd sem kom til Íslands á dögnum. Namibian Sun hefur verið leiðandi í umfjöllun um Samherjamálið þarlendis en blaðið birtir forsíðu morgundagsins á Facebook.

Namibian Sun fullyrðir að markmið sendinefndarinnar, sem var skipuð háttsettum ráðherrum, hafi verið að þrýsta á framsal Íslendinga til Namibíu svo hægt væri að draga þá fyrir dómstóla. Sendinefndin virðist hafa gefist upp á þessu í ljósi framkomu Íslendinga undanfarnar vikur.

Líkt og hefur áður verið greint frá þá fundaði sendinefndin með Brynjari Níelssyni, aðstoðamanni Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Netumbo Nandi-Ndaitwah, aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra Namibíu, fundaði með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra fyrir mánuði síðan.

Í fréttatilkynningu vegna þess fundar er gefið í skyn að Samherjamálið hafi einungis verið eitt af mörgu sem var rætt. Þar var haft eftir Þórdísi: „ „Ég áréttaði á fundinum að þetta mál væri eðlilegum farvegi hjá lögreglu og saksóknurum beggja ríkja og að íslensk stjórnvöld tækju því af mikilli alvöru og legðu áherslu á góða samvinnu við namibísk stjórnvöld, hér eftir sem hingað til. Þetta var jákvæður og uppbyggilegur fundur og gagnlegt að heyra sjónarmið Nandi-Ndaitwah.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -