Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Forstjóri Orkuveitunnar fær rúmar 3,5 milljónir á mánuði: „Í engum takti við veruleikann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var í lok júní síðastliðinn var samþykkt að laun forstjóra skyldu hækka um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar fær þar með rúmar 3,5 milljónir á mánuði. Fær Bjarni þá að júlí loknum leiðréttingu launa sinna tæpa 1,3 milljón.

Í ársreikningi OR sem lagður var fram í fyrri hluta þessa árs kom fram að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, var með rúmar 2,6 milljónir á mánuði árið 2020. Í mars 2022 voru laun hans kominn upp í rúmar 3,3 milljónir og eru núna eins og fram hefur komið rúmar 3,5 milljónir.

Gagnrýni á borgarráðsfundi

Borgarráð kom saman á fundi í gær og mætti samþykki launahækkuninnar töluverðri gagnrýni í bókun frá borgarstjórnarfulltrúum Sósíalistaflokks Íslands og benda á misræmi launa á milli stétta í launastefnu borgarinnar: „Laun forstjóra OR eru vel yfir 3 milljónum. Á meðan að manneskjur á lágmarkslaunum og undir því eiga ekki fyrir mat út mánuðinn er verið að hækka laun forstjóra sem er á ofurlaunum. Það er ljóst að launastefna borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er í engu takti við veruleikann, þar sem launabilið á milli þeirra hæst launuðu og lægst launuðu er gríðarlegt í því stéttskipta samfélagi sem við búum í.“

Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins tekur undir í sama streng með svohljóðandi bókun: „Athyglisvert er að í sömu fundargerð sé fjallað um hækkun launa forstjóra afturvirkt og bætur vegna ólögmætra uppsagna. Flokkur fólksins finnst þessi laun vera út úr öllu korti. Allir vita hvaða ástand ríkir nú í samfélaginu. Verðbólga hefur ekki verið eins há síðan fyrir hrun. Þurfa ekki forstjórar að axla einhverja ábyrgð eða eru þeir undanþegnir ábyrgð sem öðrum er gert að axla? Það er ekkert lögmál að forstjórar eigi að vera á ofurlaunum. Rökin fyrir svo háum launum forstjóra eru oft á þá leið að þeir séu að standa sig svo vel í starfi. Þetta eru undarleg rök, eins og það sé ekki beinlínis sjálfgefið að forstjóri standi sig vel. Forstjórar orkufyrirtækja eru sárafáir en þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -