Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Forstjóri vorkennir bankastjóra: „Farið mjög harka­lega með hana“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Marínó Örn Tryggvason, fyrrum forstjóri Kviku, vorkennir Birnu Einarsdóttur, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka.

Forstjórinn fyrrverandi var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark og ræddi meðal umræðu sem var um stjórnendur Íslandsbanka í samhengi við sölu bankans en eins og hefur verið alþjóð veit var mjög illa staðið að sölu bankans og fékk bankinn mjög háa sekt fyrir slæm vinnubrögð.

„Mér sjálfum fannst farið mjög harka­lega um stjórn­endur og starfs­menn Ís­lands­banka. Ég hugsaði um kollega minn fyrr­verandi, hana Birnu [Einars­dóttur], þar sem mér fannst farið mjög harka­lega með hana fyrir að mínu mati litlar sakir hjá henni,“ sagði Marinó um málið en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Birna Einarsdóttir, fyrrum bankastjóri Íslandsbanka, sagði af sér eftir mikla gagnrýni en samkvæmt starfslokasamningi hennar fær hún tæplega 60 milljónir þrátt fyrir að hafa klúðrað sölu bankans.

„Mér finnst sam­fé­lagið hafa farið mjög ó­sann­gjörnum höndum um stjórn­endur Ís­lands­banka, mér finnst menn hafa gengið allt­of langt í því. Þarna voru jú brota­lamir og Ís­lands­banki hefur viður­kennt það. En mér finnst við­brögðin úr öllu hófi við til­efnið.“

„Manni finnst um­ræðan um þetta vera því miður á allt­of lágu plani,“ sagði Marinó og vísaði þar til ákveðinna stéttarfélaga á landinu. „Það er voða­lega slæmt ef um­ræða í sam­fé­lagi um mál sem skipta miklu máli er allt­of grunn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -