Forstöðumaður Stuðla, Úlfur Einarsson, hefur verið sendur af Barna- og fjölskyldustofu í ótímabundið leyfi frá störfum.
Í gær fjallaði Kveikur um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum á RÚV. Þar lýstu fyrrverandi skjólstæðingar Stuðla og starfsfólk, ólíðandi aðstæðum sökum mikils álags og þungra mála sem þangað rata, að því er kemur fram í frétt RÚV, sem skapar hættu fyrir bæði börn og starfsfólk.
Úlfur lýsti því meðal annars í þættinum, hvernig vistanir barna í gæsluvarðhaldi og afplánun hefðu stundum áhrif á þjónustu annarra barna og setti hana jafnvel í uppnám. Þá væru aukreitis blöndun barna með mjög flókinn og ólíkan vanda orðin allt of mikil.
Í þættinum sagði Úlfar einnig frá því að erfitt reynist að tryggja öryggi í húsinu en mikið og langvarandi álag sé á starfsfólkinu. Á síðustu fjórum mánuðum hefðu skjólstæðingar veitt sjö starfsmönnum Stuðla höfuðhögg.
Samkvæmt RÚV sendi Barna- og fjölskyldustofa Úlf í tímabundið leyfi í gær en þetta staðfesti Úlfur við RÚV en vildi ekki tjá sig opinberlega að öðru leyti. RÚV sendi erindi á Funa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu sem svaraði því til að hann gæti ekki tjáð sig ekki um einstaka starfsmenn.