Föstudagur 27. janúar, 2023
2.1 C
Reykjavik

Fótur Þórhalls prests kubbaðist í sundur: „Konan mín gat ekki hringt á hjálp“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórhallur Heimisson prestur fótbrotnaði afar illa í gönguskíðaslysi í Svíþjóð fyrir ári síðan og tók það langar tíma að jafna sig eftir brotið. Fótur hans kubbaðist í sundur og var hann lengi rúmliggjandi í kjölfarið. Reynsla Þórhalls af sænsku heilbrigðiskerfi er upp á tíu samanborið við íslenska kerfið.

Þórhallur býr í Svíþjóð og er vanur gönguskíðamaður. Fyrir tæpu ári fór hann með eiginkonu sinni í ferð sem þau hjónin munu seint gleyma.

„Við Ingileif fórum í stutta gönguskíðaferð sem var svo lítið mál að við tókum ekki einu sinni símana með okkur. En ég lenti í hálku og datt svona líka illa. Konan mín gat ekki hringt á hjálp, símalaus en ég var svo heppinn að það kom þarna „miskunnsamur samherji“, ung kona með bleikt hár, nagla í gegnum nefið og finnskan hreim, sem var með síma. Hún gat hringt á sjúkrabíl sem kom í skyndi Ég er ágætlega fær skíðamaður en í þessari ferð missti ég einbeitinguna eitt augnablik og datt þannig að fóturinn kubbaðist í sundur. Ég lá alveg flatur í tvo mánuði eftir fallið, gekkst undir aðgerð og kynnist sænska heilbrigðiskerfinu mjög vel,“ segir Þórhallur um atburðinn.

Í sænska heilbrigðiskerfinu var prestinum íslenska vel sinnt:

,,Ég var fluttur á sjúkrahús, fékk þar fullkomna þjónustu, fór í aðgerð og þegar ég vaknaði eftir fyrstu nóttina var mér réttur matseðill og mér boðið að velja og leið eins og ég væri á hóteli. Eftir sjúkrahúsvistina var ég fluttur heim með sjúkraleigubíl og þegar ég kom heim var spítalinn búinn að útvega hjólastól, gera baðherbergið hæft fyrir sjúkling og heimilið hjólastólahæft, án þess að ég bæði um það. Allt var þetta ókeypis. Þannig er nú sænska velferðarkerfið, 100%. Á móti eru skattar þar auðvitað töluvert hærri en hér“

Þórhallur er nú orðinn góður af brotinu og eins og nýr. Hann segist annars reyna að hugsa vel um heilsuna. Í ætt hans er hjartakvilli en faðir hans, Heimir Steinsson, lést fyrir aldur fram úr þeim kvilla. „Ég reyni því eins og ég get að huga að hreyfingu og mataræði og umfram allt að hugsa jákvætt,“ segir Þórhallur og brosir. „Ég tók til dæmis meðvitaða ákvörðun þegar ég fótbrotnaði, að nýta tímann í eitthvað jákvætt og uppbyggilegt. Þetta var markviss ákvarðanataka“ segir hann og hlær. „Hættan á að falla í svartsýni og neikvæðni í slíkum aðstæðum er töluverð og ég vissi það. Ég skrifaði því heila bók í rúminu, en hún heitir „Allt sem þú vilt vita um Biblíuna“

- Auglýsing -

 

Heimild: Lifðu núna. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -