Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Framkvæmdastjóri Framsóknar á flótta – Helgi lætur ekki ná í sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hefur ítrekað reynt að ná í Helga Hauk Hauksson, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, í tengslum við frétt um undarleg skuldamál flokksins. Helgi hefur hvorki látið ná í sig símleiðis, né hefur hann svarað tölvupóstum blaðamanns.

Vegna bankaleyndar mega starfsmenn banka ekki tjá sig um einstök lán eða lánþega. Þetta var ítrekað í samtali Mannlífs við Arion banka. Það er því útséð með að fá Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason til að tjá sig um málið og gera grein fyrir því hvort hann hafi átt hlut að máli við lánveitingu Framsóknarflokksins, fyrst hjá Kviku banka árið 2017 og svo hjá Arion banka árið 2019. Athyglisvert þykir að Ásgeir Helgi hafi verið hátt settur hjá hvorum bankanum um sig einmitt á þeim tímum sem bankarnir veittu Framsóknarflokknum lán.

Það að Arion banki taki yfir skuldir á 3. veðrétti er í sjálfu sér ekki óvanalegt, þegar veð er í verðmætri fasteign sem í versta falli gæti dekkað alla þrjá veðréttina ef lánþeginn stæði ekki undir láninu. Það er hinsvegar óvenjulegt að Arion banki taki yfir höfuð umtalsverðar skuldir stjórnmálaflokks upp á arma sína.

Í gögnum Mannlífs kemur fram að Framsókn hafi veitt leyfi fyrir að veð yrði tekið í fasteigninni að Hverfisgötu 33, eignar í eigu félagsins Skúlagarðs. Skúlagarður er einungis að hluta til í eigu Framsóknarflokksins og þrátt fyrir að aðrir hluthafar í félaginu hafi samþykkt gjörninginn er ólöglegt samkvæmt hlutafjárlögum að lána hluthöfum peninga eða veð í eignum félagsins. Framsókn er einungis einn hluthafa í Skúlagarði og má því ekki lána sér veð í eign Skúlagarðs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -