Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Framkvæmdir við grunnskóla gætu tekið fjögur ár: „Þetta er nýr veruleiki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Miklar framkvæmdar eru framundan í skólum í Reykjavík.

Eins og fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum undanfarna mánuði stendur Reykjavíkurborg nú í miklum viðhaldframkvæmdum í skólum borgarinnar vegna myglu. Ástandið í skólum borgarinnar er nokkuð slæmt og þurfa margar byggingar gífurlegar endurbætur. Rúnar Ingi Guðjónsson telur að við búum við nýjan veruleika.

„Ef við viljum nota gömlu húsin okkar þá þurfum við að gera þetta á 50 til 70 ára fresti. Þetta er nýr veruleiki en eitthvað sem verður að bregðast við,“sagði Rúnar Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda og viðhalds, á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar í viðtali á Vísi. Mikið hefur verið rætt um Laugarnesskóla í þessu samhengi en hafa starfsmenn þurft að hætta veikinda sem þeir rekja til myglu í skólanum. Framkvæmdir í Hagaskóla eru að klárast og tók það þrjú ár.

„Hvað varðar Laugarnesskóla erum við að gera raunhæfari áætlun og gerum ráð fyrir þremur til fjórum árum í viðgerðir þar. Það er tímarammi sem við þurfum að fá í þessar endurnýjanir. Við erum alltaf að tala um tvö til fjögur ár í hverjum skóla.“ 

„Við sáum fyrir okkur að Langholtsskóli myndi klárast um áramót en því miður er það að seinka þar til næsta haust. Hólabrekkuskóli er á langtímaáætlun. Við erum að taka nýjasta hlutann í gegn núna og munum í vetur hanna breytingar og uppfærslu á seinni hlutanum. Við tölum um Laugardalsskólana, sem eru allir í þessu formi, og svo erum við með Breiðholtsskólana sem eru 50 til 60 ára og allir komnir á þennan stað. Við erum því að stilla upp langtímaáætlun um það hvernig er hægt að bregðast við. Við munum trufla skólastarf en erum í góðu samstarfi við skóla- og frístundasvið um að skaffa tímabundnu húsnæði á meðan við fáum húsnæði afhent og framkvæmum þar,“ sagði Rúnar að lokum um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -