Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld hefur verið framlengt til 8.febrúar næstkomandi.
Líkt og fyrr segir var lögregla kölluð út á aðfangadagskvöld eftir að skotum var hleypt af í íbúð í Álfaholti í Hafnarfirði. Íbúar voru á staðnum þegar atvikið átti sér stað en mikill viðbúnaður var við heimilið í kjölfarið. Mennirnir sem liggja undir grun voru handteknir fjórum dögum síðar, þann 28.desember, en tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem hefur nú verið framlengt vegna rannsóknar málsins.