Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Fréttablaðið hættir – Hátt í 100 manns missir vinnuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgáfu Fréttablaðsins er hætt sem og útsendingar Hringbrautar. Hátt í 100 manns missa vinnuna. Ástæað er sögð blanda af óheppni og óviðráðanlegri þróun. Útgáfufyrirtækið miðlanna, Torg segist treysta enn á DV og vef Hringbrautar. Um er að ræða tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu en Fréttablaðið hefur komið út daglega í nærri 22 ár og hefur verið mest lesna blað landsins öll þau ár.

Um er að ræða tímamótafregnir á fjölmiðlamarkaði á Íslandi en tilkynnist barst rétt í þessu á vef Fréttablaðins þar sem sagt er frá stöðvun á útgáfu Fréttablaðsins sem. Þá verður útsendingum Hringbrautar einnig hætt. DV, sem einnig er í eigu Torgs mun starfa áfram sem og fréttavefur Hringbrautar. Í tilkynningunni er ástæðan fyrir rekstrarstöðvun Fréttablaðsins sögð vera tvíþætt. Er Covid-faraldrinum eignaður sök að hluta til en hann er sagður hafa leitt til taprekstrar vegna þess að auglýsingar drógust verulega saman í faraldrinum. Þá er talað um nýja þróun á auglýsingamarkaði sem komi sér illa fyrir blaðarekstur. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag, samkvæmt tilkynningunni. Lesa má hana í heild sinni hér fyrir neðan:

„Á­stæður þess að rekst­ur Frétta­blaðsins geng­ur ekki upp eru marg­vís­leg­ar. Að hluta til er um ó­heppni að ræða og að hluta er um að ræða ó­við­ráðan­lega þróun þar sem út­gáfa fjöl­miðla á papp­ír hef­ur látið hratt und­an síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Staf­ræn­ir fjöl­miðlar eru smám sam­an að taka yfir. Þá er rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna miðla á Ís­landi ó­boð­legt. Ekki er um annað að ræða en að horf­ast í augu við þess­ar stað­reynd­ir. All­ir ráðnir starfs­menn Torgs fengu greidd laun í dag.

Veiru­vand­inn sem herjaði á Ís­lend­inga og heims­byggðina alla árin 2020 til 2022 kom mjög illa við rekst­ur Frétta­blaðsins og leiddi til tap­rekstr­ar. Aug­lýs­ing­ar dróg­ust veru­lega sam­an þegar heil­ar at­vinnu­grein­ar og öfl­ug fyr­ir­tæki drógu sam­an starf­semi sína eða jafn­vel lokuðu meðan fárið gekk yfir. Í far­aldr­in­um var tek­inn upp stuðning­ur við einka­rekna miðla, sem var þakk­ar­vert en dugði stærstu miðlun­um skammt. Í fram­haldi hafa stjórn­völd stutt fjár­hags­lega við starf­semi fjöl­miðlanna en það fram­lag hef­ur dreg­ist sam­an og ekki náð að halda í við verð­lags­þróun. Mark­mið stjórn­valda með þess­um stuðningi var að efla inn­lend­an frétta­flutn­ing og styðja og styrkja tungu­málið.

Stjórn­end­ur út­gáf­unn­ar mátu það svo að um tíma­bund­inn vanda væri að ræða sem þyrfti að kom­ast í gegn­um þar til eðli­legt á­stand kæm­ist á að nýju. Veiru­tíma­bilið reynd­ist hins veg­ar mun lengra en ætlað var og þegar því lauk í byrj­un mars 2022, braust út stríð í Úkraínu sem hafði trufl­andi á­hrif víða um heim og leiddi til auk­ins kostnaðar tengd­um mik­il­væg­um að­föng­um.

Sam­hliða þessu varð æ ljós­ara að frídreif­ing Frétta­blaðsins inn á heim­ili væri of kostnaðar­söm og fengi ekki staðist til fram­búðar. Þess vegna var gerð sú til­raun að dreifa blaðinu á fjöl­farna staði, svo sem í stór­markaði, þjón­ustu­stöðvar olíu­fé­laga og versl­ana­mið­stöðvar, þar sem mik­ill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreif­ing hef­ur tek­ist mjög vel en markaður­inn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyr­ir­komu­lagi. Því verður ekki vikist und­an því að láta staðar numið. Sam­hliða þessu verður út­send­ing­um sjón­varps­stöðvar­inn­ar Hring­braut­ar hætt.

- Auglýsing -

Við höf­um á hinn bóg­inn fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vef­miðlin­um hring­braut.is, en starf­semi þess­ara miðla verður haldið á­fram af full­um krafti auk þess sem upp­lýs­inga­miðlin­um Ice­land Magaz­ine verður hleypt af stokk­un­um bráð­lega.

Frétta­blaðið hef­ur komið út sem frí­blað í nær 22 ár og verið mest lesna blaðið lands­ins all­an tím­ann. Það hljóta því að telj­ast nokk­ur tíðindi þegar blaðið hverf­ur nú af ís­lensk­um fjöl­miðla­markaði. Marg­ir hafa reynd­ar spáð því um ára­bil að þessi rekst­ur myndi ekki ganga upp vegna þró­un­ar í fjöl­miðlun þar sem vef­miðlar eru að taka yfir og eins vegna þess ill­víga rekstr­ar­um­hverf­is sem einka­rekn­um fjöl­miðlum er búið á Ís­landi. Um ára­bil og reynd­ar í ára­tugi hafa stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokk­ar heitið því að færa fjöl­miðla­markaðinn yfir í sann­gjarnt og eðli­legt horf með því að taka Rík­is­út­varpið af aug­lýs­inga­markaði eins og tíðkast í ná­granna­lönd­um og þykir sjálf­sagt fyr­ir­komu­lag. Öll slík fyr­ir­heit hafa verið svik­in og ekk­ert bend­ir til að breyt­ing verði á. Rík­is­út­varpið fær sex millj­arða króna af skatt­pen­ing­um lands­manna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem hon­um líðst að soga til sín aug­lýs­inga­fé í um­tals­verðum mæli í sam­keppni við einka­reknu miðlana.

Að auki hef­ur vax­andi hluti aug­lýs­inga­fjár ratað til er­lendra sam­fé­lags­miðla og streym­is­veitna án þess að þeir inn­heimti virðis­auka­skatt af þeirri starf­semi sinni eða standa skil á skött­um og gjöld­um í rík­is­sjóð eins og keppi­naut­um þeirra er skylt. Þetta skekk­ir sam­keppn­is­stöðuna veru­lega án þess að stjórn­völd hafi séð á­stæður til að grípa inn í.

- Auglýsing -

Vit­an­lega er mjög dap­ur­leg niður­staða sem hér er kynnt. En stjórn­end­ur út­gáf­unn­ar hafa sann­ar­lega leitað allra leiða til að finna henni við­un­andi rekstr­ar­grund­völl til fram­tíðar, en án ár­ang­urs. Stjórn fé­lags­ins harm­ar þessi mála­lok og þakk­ar þeim fjöl­mörgu starfs­mönn­um sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstr­ar­ins und­an­farið og ósk­ar þeim vel­farnaðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -