Þriðjudagur 6. júní, 2023
6.8 C
Reykjavik

Friðrik Agni svarar fyrir sig: „Vil bara fá að eiga minn líkama og mína samfélagsmiðla í friði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hvað ertu að gera? Af hverju? Oj, þetta er svo óþægilegt. Þetta triggerar svo margt inn í mér. Vantar þig athygli? Hver er tilgangurinn?“ Svona byrjar færsla hjá Friðriki Agna Árnasyni, dansþjálfara, skálds og taugatúlkunarþjálfara (e. Neurolingustic Practitioner), á Facebook.

Í færslunni veltir Friðrik Agni fyrir sér samfélagsmiðlum en hann segist hafa oft lent í því að fólk sé að skipta sér að hans notkun á samfélagsmiðlum og það hvernig myndum hann póstar af sér og hvaða texta hann birtir og fleira í þeim dúr. „Best af öllu auðvitað er að skoða aðeins í eigið sjálf af hverju mynd og texti einhvers annars geti haft þau áhrif að þú triggerast og líður illa í sálinni,“ segir Friðrik Agni á einum stað í færslunni en hann gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta hana í heild sinni. Færsluna má lesa hér að neðan:

„Hvað ertu að gera? Af hverju? Oj, þetta er svo óþægilegt. Þetta triggerar svo margt inn í mér. Vantar þig athygli? Hver er tilgangurinn?

Já fólk spyr og spekúlerar. Hvað er Frikki eiginlega að gera þegar hann póstar myndum af sér berum að ofan?

…Ég ætlaði ekki að ,,blanda“ mér í og veita þessu frekari athygli en geri það samt. Því ég get eiginlega ekki setið á mér. Ég spyr á móti, af hverju skiptir það þig máli? Ég get fullvissað þig um það að mér líður bara ágætlega í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir bæði fordómum og ljótum athugasemdum í fortíðinni um útlitið mitt og einnig verið þvingaður til að gera hluti með líkamanum mínum sem mig langaði ekki að gera.
Ég í dag sem fullorðinn, sterkari maður með mína kynvitund og hneigð á hreinu vil bara fá að eiga minn líkama og mína samfélagsmiðla í friði. Fyrir mér nota ég miðilinn til að tjá mig með myndrænum og skriflegum máta. Ég hef alltaf hrifist af fyrirsætustarfi, ljósmyndun, líkamsbeitingu, andliti, augum og orðum. Síðustu ár hef ég fundið að minn vettvangur til að rannsaka allt þetta í sjálfum mér og deila út á við er á samfélagsmiðlum. Hér er vettvangurinn. Og tel ég það af hinu heilbrigða að sjá, heyra og lesa um fólk sem þorir að vera berskjaldað og reyni ég því að bestu getu að sýna það fordæmi sjálfur. En það er MITT VAL. Ég dæmi ekki það fólk sem vill ekki lifa þannig lífi enda kemur það mér ekki við. Ég neyði ekki fólk til að horfa á bringuna mína eða lesa pistla eða ljóð eftir mig. Ég varpa þessu bara fram sem vali. Þetta er það sem ég býð upp á. Þetta er ég. Líkar þér það? Líkar þér það ekki? Það er ekki til umræðu. Það er ekki tilgangurinn.
Ef fólk hefur ekki neitt betra að gera en að láta sig triggerast út af samfélagsmiðla innleggi annarra þá mæli ég hiklaust með því að einfaldlega velja að sjá minna af þeim aðilum sem eru svona triggerandi, eða öllu heldur, sleppa því að fylgja þeim. Það er enginn sem neyðir þig til þess. Best af öllu auðvitað er að skoða aðeins í eigið sjálf af hverju mynd og texti einhvers annars geti haft þau áhrif að þú triggerast og líður illa í sálinni.
Ég vil ekki vera þess valdandi að einhverjum líði illa einfaldlega með því að vera til og tjá mig á þann máta sem mér þykir frjálst og eðlilegt. Ekkert sem ég er að gera er beint að neinum persónulega og ætti því ekki að geta verið túlkað sem persónuleg árás. Halló, þetta eru myndir af mér, orð um mína reynslu og þekkingu og/eða ljóð. Mitt líf er ekki um þig, heldur um mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -