Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Friðrik Ómar leysir Loga af fram yfir miðjan mars: „Svo stefni ég að því að fara bara út í sól“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég er bara fram yfir miðjan mars, eitthvað svoleiðis,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og viðburðahaldari, um veru sína sem annar þáttastjórnenda í Síðdegisþættinum á K100. Friðrik Ómar hefur leyst Loga Bergmann Eiðsson af í þættinum undanfarið og staðið þar vaktina ásamt Sigurði Gunnarssyni.

Logi Bergmann fór í leyfi eftir að hafa verið nafngreindur í tengslum við frásögn Vítalíu Lazarevu, sem skók samfélagið í byrjun árs.

„Bara ekki hugmynd, það er ekki búið að semja um það,“ svarar Friðrik Ómar aðspurður hvort frágengið sé að hann kveðji þáttinn um miðjan marsmánuð. Hann segist ekki vera tekinn við af Loga Bergmanni í þættinum.

Friðrik Ómar segir að föstudagurinn 18. mars sé sá dagur sem nefndur hafi verið um lok veru hans í þættinum. „Svo stefni ég allavega að því að fara bara út í sól eða eitthvað. Eins og staðan er.“

„Þótt það sé nú sól í borginni í dag,“ segir Friðrik Ómar þegar blaðamaður segist vel skilja áform um sólarlandaferðir. Þegar blaðamaður segir það ekki munu vara lengi spyr Friðrik Ómar hvort það sé slæm spá í kortunum. Blaðamaður segist einfaldlega gera ráð fyrir því.

„Þú ert svona svartsýn!“ segir Friðrik Ómar og hlær.

- Auglýsing -

Hann áréttar að hann hafi ekki heyrt annað en dagsetninguna 18. mars, um veru sína í Síðdegisþættinum, eins og sakir standa. „Þetta er allavega það nýjasta og svo bara verður staðan tekin þá, býst ég við.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -