Föstudagur 3. febrúar, 2023
2.1 C
Reykjavik

Frískápur rís á Akureyri: „Gríðarlega mikil matarsóun og margir í þörf en þetta er fyrir alla“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Amtsbókasafnið á Akureyri ætlar að stíga athyglisvert skref til þess að sporna við matarsóun. Bókasafnið hefur ákveðið að setja upp svokallaðan frískáp þar sem hægt verður að gefa mat og fólk getur náð sér í matvæli. RÚV greinir frá þessu.

Þetta er ekki fyrsti frískápurinn sem rís hér á landi en í upphafi árs komu þau Kamila Walijewska og Marco Pizzolato slíkum ísskáp fyrir við Bergþórugötu 20 í Reykjavík.

 

Alþjóðleg hreyfing

Um er að ræða alþjóðlega hreyfingu með það að markmiði að draga úr matarsóun og má ætla að með frumkvæði þeirra Kamilu og Walijewska, og svo framtaki Amtsbókasafnsins, sé hreyfingin að taka sér bólfestu hér á landi. Hópurinn Frískápur Reykjavík á Facebook telur nú um 4.000 meðlimi, en í janúar voru meðlimir hópsins um 2.500 talsins. Þar getur fólk látið vita þegar það fyllir á frískápinn á Bergþórugötu.

Amtsbókasafnið á Akureyri. Mynd/skjáskot RÚV.

Áform um fleiri frískápa

Hrönn Björgvinsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu og ein þeirra sem kemur að verkefninu, segir að um sé að ræða almenningsísskáp þar sem einstaklingar og fyrirtæki geti skilið eftir mat og svo geti hverjir þeir sem vilja fengið sér.

Hrönn segir að ísskápar í dag þoli ekki hörkufrost eins og oft er á Akureyri. Flestir þeirra þoli ekki að standa úti í meira en 5 gráðu frosti. Þau séu því að leita eftir ákveðinni tegund af ísskáp sem þoli frostaveturna fyrir norðan. „Þannig að við erum að leita að gömlum freon ísskáp, þeir þola ansi mikinn kulda,“ segir Hrönn í samtali við RÚV.

- Auglýsing -

Hún segir áform uppi um fleiri frískápa víða um land. „Þessa dagana eru hópar víða um land að koma upp sambærilegum ísskápum.“

Hrönn segist telja mikla þörf á framtaki sem þessu. „Bæði er gríðarlega mikil matarsóun og eins eru margir í þörf en þetta er fyrir alla.“

Hún segir þetta ekki snúast um að fólk þurfi endilega að fá ókeypis mat. Þetta sé liður í því að sporna við matarsóun og nýta það sem þegar er til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -