Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Frjósemi á Íslandi aldrei verið lægri – Meðalaldur kvenna við fæðingu fyrsta barns hefur hækkað

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu hefur frjósemi á Íslandi ekki mælst lægri síðan mælingar hófust árið 1853. „Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2022 var 4.391 sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn fæddust. Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Alls fæddust 2.301 drengur og 2.090 stúlkur en það jafngildir 1.101 dreng á móti hverjum 1.000 stúlkum.“

Mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu og kemur fram á vef Hagstofu að frjósemi þurfi að mælast 2.1 til þess að viðhalda mannfjölda. Það markmið hefur ekki náðst síðan árið 2010 og hafa tölur farið lækkandi með hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2021 þegar hún hækkaði úr 1,7 í 1,8. Árið 2022 mældist frjósemi 1,59.

Meðalaldur frumbyrja var í fyrra 28,9 ár og er það töluverð hækkun frá árinu 1980 þegar meðalaldur við fæðingu fyrsta barns var undir 22 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -