Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Frosti segir Eddu hafa beitt sig hræðilegu andlegu ofbeldi: „Við eigum ekki að hata svona mikið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frosti Logason fjölmiðlamaður segir í nýjum hlaðvarpsþætti sínum, Harmageddon að hann hafi verið beittur andlegu ofbeldi er hann var í sambandi við Eddu Pétursdóttur, fyrir 11 árum síðan. Kveðst hann hafa brugðist við því ofbeldi með ofbeldi í formi tölvupósta, sem hann sjái eftir.

Edda sagði frá ofbeldi Frosta eftir að sambandi þeirra lauk fyrr 11 árum síðan í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, og gekkst Frosti við því að hluta. Hann viðurkenndi að hafa fengið „þráhyggju“ fyrir því að hún myndi viðurkenna að hafa beitt hann andlegu ofbeldi á meðan á sambandinu stóð og sent henni tölvupósta í nokkra mánuði. Í hlaðvarpsþættinum segist hann hafa brugðist rangt við sambandsslitunum og viðurkennir sinn þátt þar. Staðhæfir hann þó að Edda hafi beytt hann miklu andlegu ofbeldi á meðan þau voru í sambandi og að hann hafi þurft að sækja sér áfallameðferðir eftir það. Það hafi tekið hann nokkur ár að komast yfir þetta. „Ég er ekki að mæla því bót en ástæðan fyrir því að ég missti mig var að ég var beittur hræðilegu andlegu ofbeldi og ég sendi þessa tölvupósta. En hversu lengi á að tönglast á því?“

Í færslunni fer hann yfir „einstaklega óheiðarlega færslu ríkisstyrkta karlfemínistans Þorsteins V,“ eins og það er orðað á YouTube-rás hlaðvarpsins. Þar birtir hann færslur sem téður Þorsteinn hefur skrifað á samfélagsmiðlum um Frosta. Í einni slíkri færslu kemur Þorsteinn inn á það að Frosti hafi „hatast út í feminista í áratugi“ en Frosti velti fyrir sér í þættinum hvort tengsl væru á milli þess að hann hafi gagnrýnt feminista í áratugi og þess að „ráðist var á hann.“ „Ég hef vissulega gagnrýnt feminista í áratugi og það er kannski þess vegna sem ráðist var á mig. Getur verið einhver tenging þar á milli? Það gæti verið.“ Bætti hann við: „Það var verið að grafa undan mínum trúverðugleika af því ég hafði gagnrýnt feminista um áratugi. Þá þurfit sem sagt að draga fram einhvern óhróður og einhvern skít um mig og var fundin ein manneskja sem ég hafði verið í ofboðslega ljótu sambandi með, það er að segja ekki af minni hálfu, þetta var andstyggilegt samband. Hún er dregin á flot til þess að reyna að mála mig upp sem eitthvað sem ég var í nokkra mánuði þegar ég var í áfalli. Þá var ég manneskja sem ég vil alls ekki vera en það þýðir ekki að ég sé þessi manneskja frá degi til dags. Þarna er hann sem sagt að reyna að mála það þannig upp,“ sagði Frosti og átti við færslu Þorsteins.

Frosti fullyrðir í þættinum að föðurleysi Þorsteins „hafi markað djúp spor í sálarlíf drengsins“ eins og hann orðaði það og bætti við að þess vegna sé hann að „úða þessu hatri yfir fólk.“ Bætir hann við í lokin: „Við eigum ekki að hata svona mikið, við eigum að finna svona núansa í umræðunni og mætast á miðri leið og tala saman. Ég held að það væri miklu gáfulegra.“

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -