Þriðjudagur 28. mars, 2023
1.8 C
Reykjavik

Frumefni stjörnuspekinnar – Ert þú meiri eldur, jörð, loft eða vatn?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Merkin í stjörnuspeki eru tólf talsins. Hvert og eitt þeirra tilheyrir einu af frumefnunum fjórum, en þau eru: eldur, jörð, loft og vatn. Hvert merki hefur sterk einkenni frumefnisins sem það tilheyrir og einstaklingar með ákveðið ríkjandi frumefni í stjörnukorti sínu bera sterk merki þess í persónuleika sínum.

Eldur

Eldur er kröftug, skapandi og ástríðufull orka. Manneskja með ráðandi eld í stjörnukorti sínu er gjarnan hvatvís og býr yfir ríkri framkvæmdaorku. Hún er lítið fyrir að velta sér upp úr hlutunum og er með mikinn sprengikraft. Þetta eru oft hugmyndaríkir og skapandi einstaklingar og einlægir í fasi. Þessir einstaklingar segja það sem þeir meina – og segja það oft án þess að hugsa fram í tímann. Þeir eru hugrakkir, stoltir og munu ávallt verja þá sem þeim þykir vænt um. Orka eldsins er úthverf.

Eldmerkin þrjú í stjörnuspeki:

Hrútur, ljón og bogmaður.

Jörð

- Auglýsing -

Jörð er stöðug og traust orka. Manneskja með mikla jörð í stjörnukorti sínu er yfirleitt nokkuð róleg og yfirveguð. Tilfinningasvörun hennar er hæg og breytingar eru ekki snarpar. Þessir einstaklingar hugsa hlutina vandlega og standa fast á sínu. Rætur þeirra liggja djúpt og því tengjast þeir fólki, hlutum og stöðum oft afar sterkum böndum. Manneskjur sem hvíla áberandi mikið í þessu frumefni eru hreinskilnar og oft beinskeyttar. Ekki er óalgengt að þetta séu þrjóskar manneskjur. Þær þrá öryggi. Orka jarðarinnar er innhverf.

Jarðarmerkin þrjú í stjörnuspeki:

Naut, meyja og steingeit.

- Auglýsing -

Loft

Loft er rökræn, sveigjanleg orka. Manneskja með mikið loft í stjörnukorti sínu treystir gjarnan fremur á huga en hjarta. Hún er oft með gott skopskyn og kann vel við sig í félagsskap fólks. Þessir einstaklingar eru greinandi og góðir málamiðlarar. Þeir hafa mikinn áhuga á fólki og samfélagsmálum. Ákvarðanataka er ekki þeirra sterkasta hlið og þeir geta velt fyrir sér öllum mögulegum og ómögulegum hliðum mála út í hið óendanlega. Orka loftsins er úthverf.

Loftmerkin þrjú í stjörnuspeki:

Tvíburi, vog og vatnsberi.

Vatn

Vatn er tilfinninganæm, djúp og dimm orka. Manneskja með mikið vatn í stjörnukorti sínu skynjar heiminn mjög gjarnan í gegnum tilfinningar. Viðbrögð hennar og skap er seigfljótandi, sem þýðir meðal annars að neikvæðar tilfinningar eða særindi geta setið í henni afar lengi. Hin hliðin á sama pening er að þessi manneskja elskar afar heitt og ver þá sem henni þykir vænt um með kjafti og klóm. Þessir einstaklingar eru afar næmir á fólk og umhverfi sitt. Þeir elska að fara á dýptina og eiga erfitt með yfirborðshjal. Þeir hafa ríkt ímyndunarafl og búa oft yfir mikilli sköpunargáfu. Orka vatnsins er innhverf.

Vatnsmerkin þrjú í stjörnuspeki:

Krabbi, sporðdreki og fiskar

 

Fyrir dygga aðdáendur Harry Potter bókanna má skýra frumefni stjörnuspekinnar enn frekar með því að flokka heimavistirnar fjórar í Hogwartsskóla í eftirfarandi frumefni:

Gryffindor- ELDUR

Ravenclaw – LOFT

Hufflepuff – JÖRÐ

Slytherin – VATN

 

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -