Mánudagur 16. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Fulltrúarnir hafi færst frá hægri til vinstri – Nýr meirihluti þarf að endurspegla þessa sveiflu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sósíalistaflokkurinn í Reykjavík segir tíma kominn á félagshyggjustjórn í borginni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem segir að hægri flokkar hafi tapað í kosningunum. Hægri flokkar hafi tapað fjórum fulltrúum á meðan Framsókn græddi fjóra og megi úr því lesa að fulltrúarnir hafi færst frá hægri til vinstri. Nýr meirihluti þurfi að endurspegla þessa sveiflu – þ.e. vera frá miðjunni til vinstri, í meirihluta um félagshyggju og mannúð.

Í yfirlýsingu segir að meirihlutinn í borginni hafi fallið í kosningunum og sé því mikilvægt að nýr meirihluti verði byggður á nýjum grunni en ekki á rústum meirihlutans sem féll.

„Meirihlutinn féll í kosningunum á laugardaginn. Eins og reyndar í síðustu og þar síðustu kosningum. Það er því mikilvægt að næsti meirihluti verði á nýjum grunni en ekki enn ein framlengingin á föllnum meirihluta. Nýr meirihluti ætti að leggja áherslu á félagslega innviði borgarinnar, velferð og mannúð. Augljóst er að uppbygging félagslegs húsnæðis yrði fyrsta verkefni nýs meirihluta.  Kosningasigur Framsóknar opnar möguleika á meirihluta sem byggir á sama grunni og Reykjavíkurlistinn á sínum tíma, félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri. Á fyrstu árum sínum vann R-listinn stórafrek í leikskólamálum. Nú vantar sambærilegt átak í húsnæðismálum. Það verður ekki gert nema af félagshyggjuflokkunum.“

Sósíalistar telja einnig ljóst að hægri flokkarnir hafi tapað í kosningunum. Þetta sjáist vel þegar horft er til þess hvaða flokkar töpuðu fulltrúum og hvaða flokkar græddu fulltrúa.

„Hægri flokkarnir töpuðu í kosningunum. Miðflokkurinn féll úr borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsókn fékk alla þessa fjóra, svo segja má að þessir fulltrúar hafi færst frá hægri yfir á miðjuna. Vinstra megin unnu Sósíalistar og Píratar sitthvorn manninn af Samfylkingunni. Þar færðist fylgið til vinstri og meiri róttækni. Eðlileg viðbrögð við þessu er að mynda meirihluta sem endurspeglar þessa sveiflu, frá miðju til vinstri. Þessi sveifla kallar á meirihluta um félagshyggju og mannúð. Nýr meirihluti ætti að móta metnaðarfulla áætlun um húsnæðisuppbyggingu á félagslegum grunni, styrkingu félagslegra innviða og aukna mannúð, nýtt upphaf í borginni.“

Sósíalistar rifja upp að með Reykjavíkurlistanum á sínum tíma hafi nýr andi komið til Reykjavíkur eftir áratuga „þrúgandi stjórn“ Sjálfstæðisflokks.

- Auglýsing -

„Borgarbúar kunnu að meta breytinguna og tryggðu R-listanum meirihluta í þrjú kjörtímabil. Síðan hafa borgarbúar fellt alla meirihluta í borginni og borgarmálin einkennst af ósætti, minnkandi trausti og æ lélegri kosningaþátttöku. Nýr meirihluti þarf að enda þetta tímabil og hefja nýjan kafla í sögu borgarinnar. Það var niðurstaða kosninganna á laugardaginn. Þær kalla á nýjan meirihluta sem byggir á félagshyggju og mannúð, endurreisir traust meðal borgarbúa með því að byggja upp manneskjulegri borg þar sem allir fá að njóta sín.  Horfum til framtíðar og byrjum að byggja upp borgina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -