Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Fulltrúi sýslumanns varð fyrir lífshættulegri árás á heimili sínu: „Hann kallaði okkur dópista“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Júlíus Magnússon, þáverandi fulltrúi sýslumanns á Eskifirði, varð fyrir hrottalegri líkamsárás á heimili sínu í janúar árið 1994. Árásarmaðurinn tók síma Júlíusar úr sambandi og missti hann meðvitund í tilraun sinni til þess að kalla á hjálp. Honum var naumlega bjargað og þurfti tveggja klukkutíma aðgerð á Borgarspítala.

Eftir að árásin á Júlíus Magnússon, fulltrúa sýslumanns á Eskifirði, var yfirstaðin á heimili hans snemma að morgni 8. janúar var búið að gera símtæki hans óvirkt og hann svo máttfarinn eftir bar-smíðar og spörk að hann missti a.m.k. einu sinni meðvitund þegar hann reyndi að ganga og skríða um íbúðina til að freista þess að tengja annað símtæki til að kalla eftir hjálp. Hann sagðist hafa fengið 3-5 hnefahögg í bringspalimar og nokkur fóst spörk í kviðarholið eftir að árásarmaðurinn kýldi hann gólfið,“ segir í frétt DV.

Sakborningurinn var hinn tvítugi Jón Ingvi Hilmarsson.

Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa tekið um axlir fórnalambsins og veitt því hnefahögg. Jón og vinir hans sögðu frá því að fyrr um kvöldið hafi Júlíus kallað þá dópista og sagt Jóni að hann væri á leið í fangelsi.

„Ég fór á hótelið á fóstudagskvöldinu á milli klukkan tíu og ellefu og settist þar við borð. Ég ræddi viö hótelstjórann og starfsstúlku þar og pantaði mér veitingar. Ég veitti því athygli að í innri sal sátu menn. Nokkru síðar átti Jón Ingvi leið fram hjá mér og segir: „ég þekki þig“,  sagði Júlíus við dómsyfirheyrslu. Hann sagðist jafnframt kannast við Jón sem átti nokkurn brotaferil að baki. „Ég sagði honum þá að ef hann hætti ekki afbrotum myndu mál hans ekki verða afgreidd með sekt. Ég sagði honum að það væri hugsanlegt að hann fengi óskilorðsbundinn dóm.

Júlíus segir samtal þeirra hafa verið stutt og Jón síðan gengið í burtu.

„Júlíus sagði að hann hefði haldið heim til sín um klukkan eitt til tvö um nóttina og lagst til svefns en klukkan hálfsex um morguninn hefði síminn hringt. „Ég heyri rödd sem mér heyrist vera rödd ákærða. Ég sagði halló en röddin hinum megin sagði að ég skyldi hætta að skipta mér af málum á Eskifirði og ég skyldi koma mér í burtu úr bænum.“

- Auglýsing -

Júlíus kvaðst hafa lagt tólið á en síminn hefði hringt aftur og sama rödd sagt það sama og áður. „Ég fór að sofa en dyrabjallan hringdi um hálftíma síðar.“ Júlíus sagðist hafa farið til dyra og opnað og þá séð Jón Ingva og tvo félaga hans sem voru með honum á hótelinu. „Þeir töluðu hver ofan í annan og sögðust óhressir með mitt starf.“ Júlíus sagði ungu mennina hafa verið ósátta við tal hans um fíkniefni og fangelsi.“ (DV, mars 1994)

Júlíus segist hafa beðið mennina afsökunar fyrir það að hafa sagt eitthvað sem þeim mislíkaði en að allir þyrftu að vinna sín störf. Ég fæ 3-4 snögg og föst hnefahögg í bringspalimar. Þetta kom alveg flatt upp á mig. Ég hrökk frá, hrasaði og datt. Þegar ég ll sparkar ákærði nokkur spörk mig.

Júlíus reyndi að standa á fætur en Jón lét höggin áfram dynja. Júlíus reyndi þá að tala mennina til og freistaði þeirra með vonum um að sleppa við frekari atlögur.

- Auglýsing -

„Komið þið inn og við skulum tala saman,“ sagði Júus. Hann sagðist hafa fundið fyrir sársauka í kviðarholi en fljótlega dofnað. Þegar inn í eldhús var komið bauð JúUus mönnunum upp á kók og sígarettur og hann ræddi við manninn sem skömmu áður gekkst undir dómsátt vegna fíkniefnabrots hann hefði sagt honum að ef hann væri óhress með sektarfjárhæðina og greiðsluskilmála skyldi hann bara koma og ganga frá málinu eins og honum hentaði. „Þeir voru kurteisir en Jón Ingvi hótaði: „Ég ætla aö lemja þig meira“,“ sagði Júlús. Þegar mennirnir fóru út sýndi einn þeirra Júlíusi hvemig hann hafði slitið snúru á símtæki í sundur og sagt: „Ég ætla að sýna þér að þú getur ekki hringt á lögregluna.“ (DV, mars 1994)

Eftir árásina sagðist Júlíus vera dasaður og ákvað að leggja sig. Hann vaknaði tveimur tímum síðar með mikla verki í kviðarholi, rifbeinum og brjóstkassa. Hann mundi eftir öðru símtæki inni í skáp en þegar hann reyndi að ná í það þá missti hann meðvitund. „Ég stóð upp og féll og gerði mér grein fyrir að ég var í lífshættu. Ég var svo máttfarinn að ég gat ekki hreyft mig nema mjaka mér eftir gólfinu.“

Sakborningur og lögmaður hans. Mynd: DV, 1994)

Júlíusi tókst loks að tengja símann og kallaði eftir lögreglubíl. Hann var síðan skoðaður af lækni sem ákvað að senda hann suður á Borgarspítalann. „Þegar þangað kom síðar um daginn hafði blætt inn í kviðarhol hans þar sem stór æð hafði sprungið. Um tveir lítrar af blóði voru í kviðarholinu. Líf hans hékk á bláþræði áður en hann gekkst undir 2-3 klukkustundar langa aðgerð. Hann lá á sjúkrahúsinu í eina viku en þurfti síðan að leggjast aftur inn. Hann var um fimm vikur frá vinnu. Aðspurður um líðan í dag sagði Júlíus að hann hefði það ágætt en hann fyndi þó til þegar hann reyndi mikið á sig.“

Jón Ingvi var einn ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, húrbrot og árás á opinberan starfsmann. Þeir voru þó þrír félagarnir saman sem réðust inn á heimili Júlíusar. Ekki var talin ástæða til þess að kæra hina mennina.

Jón Ingvi og félagar hans greindu frá því að þeir hefðu verið á Hótel Öskju, hitt þar Júlíus og verið ósáttir við það sem hann hafði við þá að segja um afbrotamál ákærða. Einn þeirra sagði m.a. að Júlíus hefði kallað þá dópista þegar þeir voru á Hótel Öskju. Þremenningarnir fóru í gleðskap í tveimur húsum á Eskifirði um nóttina en síðan sögðust þeir hafa haldið að heimili Júlíusar að Lambeyrarbraut 4. Júus sagöi að félagar Jóns Ingva hefðu báðir horft á árásina á sig en þeir báru hins vegar fyrir dóminum að þeir hefðu ekki séð þegar félagi þeirra gekk í skrokk á Júlíusi þeir hefðu verið uppi á stigapallinum fyrir framan útidymar. Fram kom að þremenningarnir hugðust kæra Júlus fyrir ummæli hans fyrr um kvöldið við þá og Jón Ingvi bar að þegar þremenningamir komu að heimili Júlíusar hefði hann sagt við sig: „Við sjáumst á Litla-Hrauni.““ (DV, mars 1994)

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -