Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Furðuleg ræða Jakobs Frímanns á þingi: „Maður getur stundað kynlíf með dýrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Alþingi í gær fór fram sérstök umræða um stöðuna í Íran, en þar mótmæla íbúar klerkastjórninni og harðræði hennar. Þingmaður Flokk Fólksins, Jakob Frímann Magnússon, átti nokkuð sérstaka innlegg inn í þá umræðu þar sem hann las upp kafla úr siðabók erkiklerksins Khomeini. Jakob varaði við lestrinum, en téður kafli fjallar um kynlíf með dýrum.

„Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu og tek heils hugar undir með öllum sem hér hafa kvatt sér hljóðs. Ég ætla að vara við þeim upplestri sem hér fer fram, alla vega ráðlegg ég þeim sem viðkvæmir eru að víkja úr sal eða slökkva á sjónvarpinu. Ég ætla að lesa stuttan kafla úr siðabók erkiklerksins Khomeini, sem kom út árið 1979, árið sem kvikmyndin The Wall kom út með Pink Floyd og árið sem Life of Brian var sýnd. Þetta er ekki tilraun erkiklerksins til gamanmála, ég tek það fram,“ sagði Jakob og vitnaði svo í erkiklerkinn:

„Maður getur stundað kynlíf með dýrum eins og kindum, kúm, úlföldum o.s.frv. Hins vegar ætti hann að drepa dýrið eftir að hann hefur fengið fullnægingu. Hann ætti ekki að selja fólkinu í sinni eigin sveit kjötið. Hins vegar ætti að vera í lagi að selja kjötið í næsta þorp.“

Jakob sagði því næst að þetta segði allt sem segja þyrfti um málið. „Þetta segir allt sem segja þarf um hugarheiminn sem við erum að fjalla um hér í dag og megi hann breytast hratt og örugglega með okkar atfylgi og annarra siðaðra þjóða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -