1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

3
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

4
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

5
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

6
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

7
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

8
Innlent

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir

9
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

10
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Til baka

Fylleríslæti og stympingar í miðbæ Reykjavíkur

Aðili undir áhrifum spýtti á lögreglumann.

Reykjavík. Miðborgin. Bankastræti.
MiðborginNokkuð var ekið undir áhrifum í miðborginni í nótt.
Mynd: Shutterstock

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá klukkan 17:00 til 05:00 í gær en alls voru 107 mál bókuð í kerfum hennar og fjórir gista fangaklefa, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Hér eru nokkur dæmi.

Lögreglan var með skipulagt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri en 200 ökumenn voru látnir blása. Reyndist aðeins einn undir mörkum en honum var gert að hætta akstri.

Talsverður erill var í miðbæ Reykjavíkur vegna fyllerísláta, stympinga og pústra á milli manna. Til að mynda var lögregla kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði einn aðili sig í frammi og hrækti framan í lögreglumann. Var hann færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis gegn valdstjórninni og látinn gista fangageymslu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í miðbænum, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur vegna vörslu á slíkum efnum. Þá var krá í miðbænum lokað vegna skorts á rekstrarleyfi. 

Í Hafnarfirði og Garðabæ voru skráningarmerki fjarlægð af 17 bílum, ýmist vegna skorts á tryggingum eða trássi á aðal- og/eða endurskoðun. Lögreglan sem sinnir þessum bæjum var einnig kölluð til vegna umferðaslyss en lítilsháttar slys varð á fólki en ökutækin óökufær. Sama lögregla var einnig kölluð út vegna umferðasllyss þar sem bíll hafði oltið og endað á þakinu.

Lögreglan sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, var kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir farið en málið var afgreitt á vettvangi. Þá voru tveir ökumenn handteknir grunaðir um ölvunarakstur og voru fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Að lokum var lögreglan sem annast þessi svæði kölluð til vegna umferðaslyss, þar sem bifreið hafði endað utan vegar en engin slys urðu á fólki.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Árásin átti að eiga sér stað í Stokkhólmi
Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Líklegt að þinghaldið verði lokað
Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Loka auglýsingu