Fimmtudagur 23. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Fyrrum dagskrárstjóri um sjónvarpsfréttir Rúv: „Svona klisjur pirra mig eða hlægja eftir atvikum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins gagnrýnir sjónvarpsfréttir Rúv í nýrri færslu á Facebook. Segir hann meðal annars að fréttaþulir séu „klæddir og greiddir eins og Garðbæingar á leið á árshátíð.“

Magnús R. Einarsson, fyrrverandi dagskrárstjóri útvarps á Rúv skrifaði forvitnilega færslu á Facebook. Í færslunni gagnrýnir hann sjónvarpsfréttir Rúv, allt frá útliti og fasi fréttaþulanna og í endurtekningar frétta í lok fréttatímans. Á einum stað segir Magnús fréttaþulina vera formfasta og íhaldssama „í framkomu og klæðaburði“. Þá nefnir hann einnig það sem hann kallar „óheppilega kæki og hækjur“ fréttaþula er þeir kynna og afkynna fréttamenn og tekur sem dæmi þegar fréttamönnum er þakkað fyrir „vondar fréttir.“ Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan.

„Þegar ég er utanlands þá horfi ég og hlusta stundum á fréttir Ríkisútvarpsins í sjónvarpinu. Annars eiginlega ekki einhverra hluta vegna. Sjónvarpsfréttir voru eitt sinn fastur liður í kvöldprógramminu hjá manni en ekki lengur. Ég hef til að mynda töluvert meiri áhuga á erlendum fréttum en innlendum og Ríkisútvarpið sjónvarp fullnægir þeim áhuga takmarkað. Kvöldfréttatími sjónvarpsins er soldið forvitnileg þáttagerð. Það er búið að rápa með fréttaþáttinn fram og til baka í kvölddagskránni og hann hefur tekið ýmsum breytingum i áranna rás eins og kennski eðlilegt má teljast. Flest er í föstum skorðum. Fréttaþulirnir eru formfastir, íhaldssamir jafnt í framkomu og klæðaburði. Þeir hafa vissulega komið sér upp nokkrum óheppilegum kækjum og hækjum þegar þeir kynna og afkynna fréttamenn, sem getur flækt þeim tungu um háls. Stundum er þetta pínlegt eins og þegar fréttamönnum er þakkað fyrir að hafa sagt afar vondar fréttir. T.d. Fréttamaður: “ og ljóst að hér hefur greinilega orðið gríðarlegt tjón“ – Þulur: „takk fyrir það Jón Jónsson.“ Svona klisjur pirra mig eða hlægja eftir atvikum. Þulirnir okkar eru þó oftast skýrir, vel mæltir og koma vel fyrir. Klæðaburður þulanna er samt einkennilega hugsaður. Þeir eru allir klæddir og greiddir eins og Garðbæingar á leið á árshátíð. Uppstrílaðir. Og í engum tengslum við neytendur að því leyti. En eitt furðulegasta dæmið um klæðaburð þula var samt þegar fréttin af dauðsfalli Elísabetar annarrar Bretadrottningar var lesin, þá klæddist þulurinn svörtu sorgardressi. Ómægod, datt þá uppúr mér. Fréttaþátturinn hefst alltaf á útblásnum syntaþeysingi, svo koma helstu atriði frétta, í fyrra sinnið í þættinum. Þannig byrjar sjóið. Í gamla daga var langflottasta stefið notað, spilað á vibrafón, heiltónaröð eftir Gunnar Reyni Sveinsson, ef ég man rétt. Það var orginal, einfalt og smart með skirskotun í eilífðina. Stefið sem notast er við núna boðar nánast ótíðindi eða jafnvel heimsendi á hverju kvöldi. Svo koma fréttirnar í röð eftir því hversu áríðandi og mikilvægar þær teljast fyrir almenning. Oftast gengur þetta snurðulaust fyrir sig. Fréttaþátturinn batnaði mikið eftir að sjónvarpsmenn komust loks að því að sjónvarpsfrétt er nánast óskiljanleg ef hljóðið er óskýrt eða vantar, hversu flott sem myndefnið annars er. Það var reyndar fyrir mörgum árum. Í lok fréttatímans eru helstu fréttirnar frá upphafi endurteknar, þeim troðið oní okkur eins og við séum öll með kollektívan athyglisbrest og búin á gleyma öllu sem við heyrðum og sáum á undanförnum tuttugu mínútum. Verst er svo að það er búið að búta niður fréttir af veðri og íþróttum, en það er nú ekki fréttastofunni að kenna heldur markaðsöflunum á Efstaleiti. Sem eðlilegt er þá er stundum lítið að frétta hjá fámennri þjóð á hjara veraldar en það boðar hins vegar mikinn vanda hjá fréttaþættinum því það þarf að fylla tímann. Þá komast oft skemmilegustu og furðulegustu fréttirnar að. Oft líka svokallaðar „næstumþvífréttir“, eins og „lá við stórslysi þegar sprakk á vörubíl upp á heiði í þoku“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -