Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Nærmynd af Magnúsi Aroni sem sakaður er um morð: „Bjó einn hjá mömmu sinni, brjálaður út í lífið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Loftið var rafmagnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær er réttað var yfir Magnúsi Aroni Magnússyni í Barðavogsmálinu. Hann er sakaður um kaldrifjað morð. Í salnum var talsverður fjöldi aðstandenda fórnarlambsins, Gylfa Bergmanns Heimissonar, og þó nokkir blaðamenn. Magnús virtist hinn öruggasti. Hann fór í störukeppni við blaðamenn sem þar voru staddir til að skrifa um málið. Augnaráð hans var ögrandi. Ekki var að sjá merki um iðrum í augum hans.

Var á skilorði

Eins og fram kom í fréttum í gær hófst aðalmeðferð í hinu svokallaða Barðavogsmáli en Magnús Aron Magnússon varð valdur að dauða nágranna síns, Gylfa Bergmanns Heimissonar eftir átök sem brutust út á milli þeirra eftir að Gylfi bankaði á dyr Magnúsar. Í réttarsalnum voru meðal annars aðstandendur Gylfa og blaðamenn frá nokkrum miðlum, þar á meðal frá Mannlífi. Magnús Aron fór ítrekað í störukeppni við blaðamenn þar sem hann starði stíft í augu þeirra þar til þeir litu undan til að halda áfram vinnu sinni.

Mannlíf tók saman nærmynd af Magnúsi. Frekar lítið er vitað um hann en ýmislegt í fari hans gaf vísbendingu um að hræðilegur atburður væri í vændum.

Magnús hlaut dóm árið 2020 fyrir of­beld­is­brot og brot á barna­vernd­ar­lög­um en samkvæmt heimildum mbl.is veittist hann með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að ungum dreng árið 2019. Var Magnús tæplega átján ára er atvikið gerðist. Fyrir brotið hlaut hann 30 daga fang­els­is­dóm sem var skil­orðsbund­inn til tveggja ára en dómurinn var kveðinn upp 24. júní 2022, sem þýðir að Magnús var enn á skilorði er hann var handtekinn grunaður um manndrápið þann 4. júní í fyrra. Þá var hann einnig handtekinn árið 2019 vegna ofbeldisfullrar hegðunar í garð mótmælenda á Austurvelli sem þá lýstu stuðningi við flóttamenn. Einnig höfðu borist kvartanir yfir honum vegna þess að hann sparkaði í hunda sem hann mætti á göngum.

Vissi að eitthvað alvarlegt myndi gerast

- Auglýsing -

Skúli Þór Hilmarsson sem bjó í þrettán ár í sama húsi og Magnús, sagði í samtali við Mannlíf að hann hafi vitað að eitthvað alvarlegt ætti eftir að gerast tengt Magnúsi. „Það var svona fjöldamorðingja vibe frá honum, allan tímann sem ég bjó þarna. Við töluðum oft um það að þetta ætti eftir að enda með ósköpum, alveg pottþétt. Ég tuddaði hann aðeins niður. Hann lét okkur alveg í friði en ég man að hann spurði mig einhvern tíma „Hvað ertu þungur?“ og ég sagði „Ég er svona 85 eitthvað svoleiðis“. Þá svaraði hann „Ég er 90“. Hann var með svona dólg. Og hann tók geðrofsköst alveg greinilega, maður sá hann stundum labba fram og til baka uppi í herberginu sínu. Eins og hefur komið fram fór hann bara út á nóttunni en aldrei út á daginn en gaurinn sem var í kjallaranum á undan Gylfa sagði mér að hann hefði verið oft að væflast og kíkja inn um gluggana og svoleiðis. Hann tók alltaf göngutúr upp úr ellefu, hálf tólf til eitt – tvö á nóttunni. Hann tikkaði bara í öll boxinn, bjó einn hjá mömmu sinni, brjálaður út í lífið, pínandi dýr.“

Aðspurður hvað hann meinti með að hafa „tuddað hann niður“ svaraði Skúli Þór: „Hann kom til dæmis inn á ganginn þar sem ég stóð með dætrum mínum, vorum að klæða okkur í skóna. Þá hrinti hann upp hurðinni og ætlaði bara að labba okkur niður. Þá stóð ég upp og ýtti á bringuna á honum og sagði „Hey, slakaðu aðeins á maður, við erum að klæða okkur hér“ og hann bara „Já“. Ég setti hann bara á sinn stað.“

Þá segir Skúli að móðir Magnúsar hafi þrisvar sinnum hringt í lögregluna á meðan hann bjó í húsinu.

- Auglýsing -

Erfið æska

Fram kemur í frétt mbl.is að foreldrar Magnúsar hafi skilið þegar hann var unglingur og að það hafi verið honum afar þungbært. Lára Björgvinsdóttir geðlæknir sinnti geðmati á Magnúsi, ásamt teymi geðlækna og sálfræðinga. Bar hún vitni fyrir dómi í dag í málinu en mbl.is hefur eftir henni að aðstæður Magnúsar hafi verið erfiðar er hann var að alast upp: „Hann ólst upp við erfiðar aðstæður. Hann átti erfitt í grunn­skóla og eignaðist ekki vini. Eft­ir grunn­skóla fer hann í skóla og reyn­ir eitt­hvað að vinna. Það ein­hvern­veg­in geng­ur ekki upp. Það sem ger­ist síðan er að það kem­ur Covid. Þá ein­angr­ast hann enn meira. Hann vill ekki fá spraut­ur. Hann er hrædd­ur og ein­angr­ar sig.“ Þá hafi systur hans slitið samskiptum við hann þegar hann var um 15, 16 ára því þær upplifðu óöryggi í samskiptum við hann. Þá sagði Lára einnig að svo virðist sem foreldrar Magnúsar hafi staðið í vegi fyrir því að hann fengi viðeigandi hjálp þegar hann var að alast upp en Lára sagði hann sýna merki um væga einhverfu og persónuleikaröskun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -