Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Fyrrum ráðherra segir sameiningu fráleita: „Ríkisstjórninni til skammar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Bjarnason segir það sé fráleit hugmynd að sameina HÍ og Háskólann á Hólum í Hjaltadal.

Nú fyrir stuttu skrifuðu rektorar skólanna undir viljayfirlýsingu um möglega sameiningu en Jón Bjarnason, fyrrum ráðherra og skólastjóri Háskólans á Hólum, telur það slæma hugmynd. Hann telur að frekar ætti að styrkja Háskólann á Hólum.

„En það gerir maður ekki með því að stilla skólanum upp við vegg og hóta sameiningu við stóra fjarlæga stofnun. Það á ríkisstjórnin að gera og þá sýnir hún í verki að að hún ætlar að standa með Hólum í Hjaltadal,“ sagði Jón um málið við RÚV.

Þá sagði Jón að laga þurfa byggingar skólans.

„Það hefur nú ekki verið neitt viðhald á byggingum skólans í áratugi, sem er í sjálfu sér ríkisstjórninni til skammar. Því hún á þessar byggingar og þá er ekki líklegt að einhver útibú úti á landi verði þar í fyrsta flokki hjá Háskóla Íslands, sem þegar er fjársveltur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -