Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Fyrsta fórnarlamb bílavæðingar á Íslandi: „Mun það tvísýnt, hvort konan afber þetta áfall“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eldri kona, Ólöf Margrét Helgadóttir var á gangi í Bankastræti við
gatnamót Ingólfsstrætis grunlaus um að brátt gerðist atburður sem yrði sá fyrsti í Íslandssögunni. Árið var 1919 og liðin 15 ár frá því að fyrsta bifreiðin kom til landsins. Ólöf varð fyrir því hræðilega óhappi að verða fyrir bifreið og látast vegna þess. Var hún fyrsta manneskjan til að látast í bifreiðaslysi á Íslandi. Ökumaðurinn var nýbyrjaður að keyra og ók á röngum vegarhelmingi með þessum hrottalegu afleiðingum.

Blessuð sé minning hennar

Morgunblaðið skrifaði eftirfarandi frétt um slysið en Ólöf var enn á lífi er fréttin fór í prentun.

Bifreiðarslys. í gærkvöldi ók bifreið ofan á gamla konu í Bankastræti. Kastaðist hún ofan í götuna, og fóru fremri hjól bifreiðarinnar yfir hana og meiddu stórkostlega. Annað hjólið fór yfir brjóstið, en hitt yfir fótinn um ökla og braut hann. Mun það tvísýnt, hvort konan afber þetta áfall. Bifreiðarstjórinn var nýr maður í þeirri atvinnugrein, og er fullyrt af þeim mönnum, sem á horfðu, að hann hafi ekið hægra megin á götunni — eða þeim megin, sem bannað er að aka. Bifreiðin kom að neðan, en slysið vildi til rétt hjá horninu á Bankastræti og Ingólfsstræti. Konan, sem fyrir slysinu varð, heitir Ólöf Helgadóttir og á heima í Þingholtsstræti 28. Læknis var þegar vitjað í gærkvöldi, en hann gat eigi gert annað en bundið um fótbrotið og gefið henni innsprautu. Í morgun var hún svo flutt á sjúkrahúsið.

Í Lögréttu nokkrum dögum síðar var birtust stuttar tilkynnignar á borð við trúlofun, brúðkaup og svo andlát. Um andlát Ólafar stóð:

Dáin er 30. f. m. hjer í bænum frú Ólöf Helgadóttir, gömul kona í Þingholtsstr. 28, og varð hún fyrir því slysi daginn áður, að bíll ók ofan á hana við húshorn og meiddi hana svo, að hún beið bana af.

Ólöf var 66 ára er hún lést og var frá Skógargerði í Norður Múlasýslu fyrir austan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -