Þriðjudagur 29. nóvember, 2022
6.1 C
Reykjavik

Fyrsta haustlægðin – Slökkvilið og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Töluvert var um foktjón á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þá tóku helst þakplötur og trampólín á loft og mátti slökkvilið höfuðborgarsvæðins sinna þó nokkrum útköllum.

Vind hefur tekið að lægja á höfuðborgarsvæðinu en hann bætir í á Suðaustur- og Austurlandi. Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á hádegi. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er spáin fyrir Austurland svohljóðandi: „Norðvestan rok eða ofsaveður, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s, hvassast sunnantil. Miklar líkur á foktjóni og grjótfoki og fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.“

Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu.

Á vef Isavia kemur fram að öllu flugi til Austurlands hafi verið aflýst. Fólk, á Austurlandi, er hvatt til að halda sér heima.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -